Tuesday, December 21, 2004

Prófalok og annað

Jæja, þá er þetta bara alveg að verða búið, síðasta prófið á morgun, ekki seinna vænna, nánast komin jól!

Grrr...það er búið að bæta við jólaboði, en þau eru bæði haldin annan í jólum og annað í Keflavík þannig að væntanlega verður bara eitt fyrir valinu :)

Ég og Arnar fórum í gær og keyptum ógeðslega stórt jólatré, það er stærra en Arnar....og ótrúlega fallegt. Hlakka ekkert smá til að setja það upp á Þorlák og skreyta það, að hluta með nýja skrautinu sem við keyptum í leiðinni. Ótrúlegt með mig og Arnar, nú erum við búin að vera saman í fjögur ár næstum því og enn erum við ekki með sama smekkinn fyrir neinu sem við viljum hafa innan húss....það er með herkjum að við getum valið skraut á tréð en þó ekki án vandræða. Við megum sko þakka fyrir það að það hafi verið þessi húsgögn í íbúðinni sem við búum í, annars ættum við ennþá engin húsgögn og værum að rífast um sófasett!

Annars er hún Audrey mín farin aftur til síns heima, sakna hennar nú þegar! En hún ætlar að koma að heimsækja okkur í mars og við eigum útistandandi heimboð í París þegar að við viljum....eini gallinn...hún býr enn með foreldrum sínum en hún sagði okkur þó að pabbi hennar væri þrælhress og væri alltaf að leita að ástæðum til að opna kampavín sem og annað vín þannig að ekki mun væsa um okkur þegar við förum þangað vonandi einhverntímann!

Jæja, ég ætla að fara og chilla yfir Survivor...vona að Chris vinni!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?