Wednesday, December 01, 2004
"Próflestur"
Það er nú alveg merkilegt hvað maður getur fundið sér til dundurs þegar maður á annars að vera í próflestri, ég finn hjá mér mikla þörf til að fara og taka til í allri íbúðinni og hugsanlega taka uppá því að fara að baka mitt eigið brauð en nei, nú verður maður að vera harður við sig og þess vegna er ég hér að skrifa blogg í staðinn fyrir að læra!
Án gríns, var að hita mér gott kaffi er búin að hreina aðeins til á skrifborðinu svo ég komist fyrir með bækurnar mínar og er næstum komin í gírinn til að byrja á hljóðfræðinni.
Annars get ég sagt ykkur sem ekki hafið áhyggjur af prófum, frá því að í Háskólabíói er núna Film Noir hátíð eða frönsk sakamálamyndahátíð. Dagskrána má sjá hér: http://af.ismennt.is/ Það er verið að sýna átta myndir og ég er búin að sjá eina sem var hreint ekki slæm, en það sem mér fannst best var að fara og sjá einhverja mynd í bíó sem er ekki amerísk. Langt síðan ég hef gert það. En mæli með að fólk reyni að kíkja á hátíðina og sjá eins og eina mynd, miðinn kostar 700 kr og svo er hægt að kaupa passa á allar 8 myndirnar fyrir 2200 kr.
En núna er kominn tími á að lesa hljóðfræðina, þarf nauðsynlega að fá hátt í þessu prófi til að klára með einkunnina sem ég vil klára með í þessum kúrs.
Bon courage tout le monde!
Án gríns, var að hita mér gott kaffi er búin að hreina aðeins til á skrifborðinu svo ég komist fyrir með bækurnar mínar og er næstum komin í gírinn til að byrja á hljóðfræðinni.
Annars get ég sagt ykkur sem ekki hafið áhyggjur af prófum, frá því að í Háskólabíói er núna Film Noir hátíð eða frönsk sakamálamyndahátíð. Dagskrána má sjá hér: http://af.ismennt.is/ Það er verið að sýna átta myndir og ég er búin að sjá eina sem var hreint ekki slæm, en það sem mér fannst best var að fara og sjá einhverja mynd í bíó sem er ekki amerísk. Langt síðan ég hef gert það. En mæli með að fólk reyni að kíkja á hátíðina og sjá eins og eina mynd, miðinn kostar 700 kr og svo er hægt að kaupa passa á allar 8 myndirnar fyrir 2200 kr.
En núna er kominn tími á að lesa hljóðfræðina, þarf nauðsynlega að fá hátt í þessu prófi til að klára með einkunnina sem ég vil klára með í þessum kúrs.
Bon courage tout le monde!
Comments:
<< Home
hahaha, já Lína, þetta er ótrúlega fyndið....en pokaskúffan samt? Þú hlýtur að hafa verið búin að taka allt annað til þá í íbúðinni! ;)
Post a Comment
<< Home
Click Here