Friday, December 31, 2004

Á áramótum

Já, þá er komið að því að kveðja liðið ár og allt sem því hefur fylgt og taka vel á móti því nýja. Við Arnar erum búin að taka til svo að húsnæðið sé boðlegt fyrir allan skrílinn sem hingað er væntanlegur eftir miðnætti. Við ætlum að byrja í kvöldmat í Garðabænum og fara svo í Skaupið á Bræðraborgarstígnum en vera bara tvö ein hér þegar klukkan slær 12. Við gerðum það í fyrra og það er frábært að sjá alla flugeldana héðan frá okkur. Svo byrjar fólkið vonandi að streyma inn fljótlega eftir miðnætti!

En hvað gerði Sif á síðasta ári? Látum okkur nú sjá...ég hætti að reykja! Sigur fyrir mig, hef verið reyklaus síðan í mars! Ég fór tvisvar sinnum til London, vinnan mín var stækkuð við mig en svo minnkuð allverulega þegar ég hætti í fullu starfi og fór í háskólann að læra frönsku. Fór úr ljóshærðri yngismey yfir í dökkhærða yngismey. Fattaði að svart kaffi er vont og byrjaði að drekka kaffi með mjólk. Fór örugglega sex sinnum í megrun sem enduðu auðvitað allar á sama hátt, keypti mér tvenn líkamsræktarkort, keypti nýjan bíl með Arnari, kvaddi gulu hættuna...hennar verður sárt saknað...kynntist fullt af nýju fólki, ferðaðist vítt og breytt um landið í blíðskaparveðri og áttaði mig á því að Ísland er betra en útlönd... og vonandi þroskaðist ég bara á sem mestan og bestan hátt!!! Og þess má einnig geta að sjaldan hafa verið keypt jafn fá skópör á einu ári!!!!

Ég er bara ótrúlega sátt við þetta ár og veit að næsta ár verður enn meira spennandi því okkar hjóna bíða mörg ný verkefni. Nú byrja ég á bókmenntafræðinni líka, Arnar fer í menntó til að ná sér í smá stærfræðiáfanga og sækir svo aftur um í HR og vonandi kemst inn í haust, hugsanlega seljum við bílinn okkar aftur, þó að hann sé nú frekar "nýr" og ekki má gleyma því að í byrjun janúar verður fjárfest í nýju rúmi og hugsanlega nýrri tölvu handa SIF....!

En annars vonast ég til að sjá sem flest ykkar í kvöld, til ykkar hinna....ÁSTARKVEÐJUR OG TAKK FYRIR ALLT ÞETTA GAMLA.


Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?