Sunday, December 05, 2004

Íslensk tónlist

Jæja, í pásu frá bókmenntunum byrjaði ég að taka saman lista yfir góð íslensk lög sem ég ætla að setja saman á einn disk fyrir frönsku vinkonurnar mínar og gefa þeim í jólagjöf. Er komin með nokkur af mínum uppáhaldslögum, m.a. Vísur Vatnsenda-Rósu og Vegbúann en er svo alveg strand. Ætla auðvitað að finna eitt lag allavegana með meisturunum í Jet Black Joe sem ég enduruppgötvaði í sumar en vantar svo fleiri hugmyndir. Hvað segir þið fólk? Hverju mælið þið með? Hvert er ykkar uppáhalds lag eða tónlistarmaður hér á Íslandi? Allar hugmyndir vel þegnar.

Var annars að lesa um ansi sniðugan rithöfund sem heitir Perec. Hann skrifaði heila bók sem heitir á frönsku "La Disparition" en markmiðið var sumsé að skrifa hana án þess að nota stafinn E sem er ótrúlega fyndið því að það útilokar t.d. alla greina le, la, les, de, des, sögnina "að vera" því hvert einasta beyginarform hennar inniheldur E nema 3.pers. flt. og hann gat ekki heldur notað "og" því það er "et" á frönsku. Helsta markmið Frakka er að lesa bókina aftur og aftur og reyna að sannfæra sig um að hann hafi getað þetta, að það sé ekki eitt "E" og enn hefur enginn fundið "E" þannig að ég ætla að giska á að honum hafi tekist það. Verð að muna að lesa þessa bók, finnst þetta ótrúlega sniðug hugmynd.

Svo langar mig að benda öllum á "Iðu" þar sem Topshop var. Nauðsynlegt að allir sem ætla á annað borð í bókabúð fari þangað. Þetta er rosalega flott bókabúð, frábært kaffihús á hæðinni fyrir ofan og svo má ekki gleyma sælkeraversluninni "Yndisauki" sem selur ótrúlegt úrval af hlutum (mæli með heimsókn þangað fyrir jólin). En svona fyrir utan það allt, ef þetta dæmi gengur ekki upp, þessi verslun, þá er sennilega útum miðbæinn, veit að það er fólk að horfa á það hvernig þessi rekstur gengur í sambandi við að opna fleiri verslanir í einhverjum af þessum locölum sem standa auð í miðbænum. Þannig að, ef þið ætlið að kaupa penna eða bók eða blað, prófið að kíkja þangað ;)

Jæja, best að kíkja yfir þetta lesefni aftur! Góðar stundir!

Comments:
móðir - EGO
lítill fugl - 200.000 naglbítar
???? - botnleðja
???? - maus
???? - sigur rós
???? - mugison
???? - múm
???? - ný dönsk
ég gæti haldið áfram endalaust...
bjallaðu bara í mig ef þig vantar meira ;)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?