Tuesday, January 25, 2005

24 og annað gott sjónvarpsefni!

Hef ákveðið að lifa mig inní hlutverk mitt sem sjónvarpsnörd og skrifa hér pistil um sjónvarpsþráhyggju mína, kannski til að þið skiljið eilítið betur hversu djúpt þessi árátta ristir!

Nýja serían af 24 er frábær! Mikil spenna í gangi og fer hún mun hraðar af stað en sú þriðja sem ég kláraði aldrei að horfa á. Kiefer Sutherland er ótrúlegur töffari! Ég sakna þó þess sem lék forsetann í fyrstu þremur seríunum...hvað varð af honum? Hef grun um að ég verði að horfa á seríu 3 til að sjá hvernig fer fyrir honum. Eins og áður hefur komið fram er ég mikið fyrir sjónvarp og horfi aðallega á þætti og þá nánast eingöngu bandaríska þætti. Verð þó að viðurkenna að frá því að Friends og Sex and the city sögðu skilið við mig hef ég leitað að einhverju til að fylla tómarúmið en ekkert fundið sem grípur mig af jafnmiklum móð og þetta. En svona ykkur til fróðleiks þá ætla ég að setja hér inn lista yfir allar þáttaraðir sem ég er að horfa á í augnablikinu:
CSI New York - ágætur en sá sísti af þeim þremur
CSI Miami - vinnur rosalega vel á ef maður horfir á þá til lengdar, var ekki hrifin fyrst en er núna hooked.
CSI Las Vegas - Grissom rúlar auðvitað
Amazing race 6 - frábær þáttaröð úr þessum flokki, pakkið sem var dregið inní þessa seríu er ótrúlegt og John og Victoria án efa mitt uppáhalds par fyrr og síðar enda algjört "white trash".
Committed - sería frá þeim sem gerðu Ellen, bara þrælfyndin.
Las Vegas - svona lala afþreying, fyrsta serían var þó mun betri en þessi nr 2
North Shore - Sápa frá Hawai, mjög týpísk sápuóperuformúla
Gilmore Girls - Þoldi þá ekki fyrst en festist svo
ER - ótrúlegt, á 11 seríu er þetta ennþá snilld. Bara ekki horfa meðan maður er að borða ;)
Alias - Hún er bara of flott!
The O.C. - Beverly Hills 90210 nútímans
One Tree Hill - ójá, ég get horft á nánast hvað sem er!
Lost - frá framleiðendum 24 og er bara helv. fínt
Nip & Tuck - sápa um lýtarlækna sem er ótrúlega beinskeytt og grimm
Joey - heldur mér engan vegin, horfi bara í von um að sjá einhverjum fleiri "Vinum" bregða fyrir.
Desperate Housewives - ótrúlega gott nýtt drama, mæli með fyrir alla.
LAX - Heather Locklear í flugvalladrama einhverju, mjög fínt, svarti gaurinn sem er á móti henni er nefninlega frekar hot!
Scrubs - ER í grínbúning...mjög góðir
Smallville - Superman á unglingsárunum...veit ekki hvort þetta er betra eða verra en það hljómar?

Þetta er það sem ég man eftir í fljótu bragði ;)

En já btw...loksins kann ég að tengja orð við linka jíha!


Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?