Sunday, January 16, 2005
Djassað fimmtudagskvöld
Á fimmtudagskvöldið fórum við Arnar á Nasa og sáum frábæran franskan djass gítarista sem heitir Sylvain Luc. Hann hélt frábæra tónleika með Birni Thoroddsen og fyrir þetta þurftum við ekki að borga krónu! Við keyptum reyndar svo disk með Luc í lok kvöldsins, maður á alltaf að launa fólki vel unnið starf að mínu mati. Hann hreyfði sig svo skemmtilega meðan hann var að spila, var allur á iði og fílaði sig svo innilega inní þetta. Hann vissi líka vel af salnum og þrátt fyrir að hafa ekki sagt eitt orð alla tónleikana náði hann samt öllum salnum á vald sitt!
Á föstudagskvöldið fór ég svo í bíó. Kennarinn minn sem er líka forstöðumaður Alliance Francaise bauð okkur að sjá "Un long dimanche de fiancailles" eða "A Very Long Engagement. Myndin var sýnd sem opnunmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar og er alveg hreint frábær og mæli ég með því að allir skelli sér á þessa hátíð og sjái þessa mynd. Ofboðslega flottar og raunverulegar senur, mjög góður leikur, Audrey Toutou úr Amelie fer á kostum. Þegar að myndin var búin var boðið uppá rauðvín í andyri Háskólabíós og þar var Sylvain Luc að leika fyrir gesti og gangandi. Þetta er meiriháttar frægur gítaristi, talinn mikið undrabarn enda fullspilandi í kringum 8 ára gamall á gítarinn. Og þarna stóð hann bara í andyrinu að spila kokteiltónlist! Fannst það alveg frábært.
En það sem mér fannst skemmtilegast við þessi tvö kvöld, það var að sjá hversu rík frönsk hefð er hér á Íslandi og hitta þessa frönsku menningu fyrir tvö kvöld í röð. Hér eru greinilega ótal margir frakkar og Frakklandsvinir. Fyrir mig sem sakna þessarar menningar alveg ofboðslega, var frábært að sjá þetta og mun ég hér eftir vinna markvissara að því að vera í tengslum við þennan hluta samfélagsins. T.d. er ég búin að skrá mig sem meðlim í Alliance Francaise og hef þar með greiðan aðgang að öllum þeirra skemmtunum og skemmtikvöldverðum sem þau halda 2 sinnum á ári. Einnig eru þau mjög dugleg að vera með kvikmyndahátíðir, tvær á síðasta ári, og flytja inn rithöfunda og tónlistarmenn.
Ég eyddi eftirmiðdeginum í að skrifa gagnrýni um Lesbókina. Ótrúlega óþægilegt þar sem kennarinn er ritstjóri blaðsins og því verður maður að stíga varlega. Ég var samt nokk ánægð með textann minn og Arnar var sammála mér svo að nú er að vona að ég hafi náð kríterunni "harðorð en sanngjörn". Kemur væntanlega fljótt í ljós! Skólinn hefur annars farið ótrúlega fljótt af stað, allir kennarar nánast kenndu í fyrstu tímunum og ekki bara það heldur settu fyrir hin ýmsu verkefni. Ekki það, mér leiðist þetta ekki, finnst þetta alveg frábært. Eldaði svo tómatsúpu í matinn fyrir mig og Arnar, þau ykkar sem ekki hafa smakkað tómatsúpuna mína....ættuð endilega að skella ykkur í að elda hana, einföld en alveg frábær, meira að segja fyrir þá sem ekki fíla tómatsúpur!
Á morgun hitti ég svo Gaelle, hún er komin aftur heim úr jólafríinu í Frakklandi...hlakka mikið til að heyra lífsreynslusöguna hennar frá Tælandi, en meira hlakka ég til að nota frönskuna mína dags daglega.
Á föstudagskvöldið fór ég svo í bíó. Kennarinn minn sem er líka forstöðumaður Alliance Francaise bauð okkur að sjá "Un long dimanche de fiancailles" eða "A Very Long Engagement. Myndin var sýnd sem opnunmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar og er alveg hreint frábær og mæli ég með því að allir skelli sér á þessa hátíð og sjái þessa mynd. Ofboðslega flottar og raunverulegar senur, mjög góður leikur, Audrey Toutou úr Amelie fer á kostum. Þegar að myndin var búin var boðið uppá rauðvín í andyri Háskólabíós og þar var Sylvain Luc að leika fyrir gesti og gangandi. Þetta er meiriháttar frægur gítaristi, talinn mikið undrabarn enda fullspilandi í kringum 8 ára gamall á gítarinn. Og þarna stóð hann bara í andyrinu að spila kokteiltónlist! Fannst það alveg frábært.
En það sem mér fannst skemmtilegast við þessi tvö kvöld, það var að sjá hversu rík frönsk hefð er hér á Íslandi og hitta þessa frönsku menningu fyrir tvö kvöld í röð. Hér eru greinilega ótal margir frakkar og Frakklandsvinir. Fyrir mig sem sakna þessarar menningar alveg ofboðslega, var frábært að sjá þetta og mun ég hér eftir vinna markvissara að því að vera í tengslum við þennan hluta samfélagsins. T.d. er ég búin að skrá mig sem meðlim í Alliance Francaise og hef þar með greiðan aðgang að öllum þeirra skemmtunum og skemmtikvöldverðum sem þau halda 2 sinnum á ári. Einnig eru þau mjög dugleg að vera með kvikmyndahátíðir, tvær á síðasta ári, og flytja inn rithöfunda og tónlistarmenn.
Ég eyddi eftirmiðdeginum í að skrifa gagnrýni um Lesbókina. Ótrúlega óþægilegt þar sem kennarinn er ritstjóri blaðsins og því verður maður að stíga varlega. Ég var samt nokk ánægð með textann minn og Arnar var sammála mér svo að nú er að vona að ég hafi náð kríterunni "harðorð en sanngjörn". Kemur væntanlega fljótt í ljós! Skólinn hefur annars farið ótrúlega fljótt af stað, allir kennarar nánast kenndu í fyrstu tímunum og ekki bara það heldur settu fyrir hin ýmsu verkefni. Ekki það, mér leiðist þetta ekki, finnst þetta alveg frábært. Eldaði svo tómatsúpu í matinn fyrir mig og Arnar, þau ykkar sem ekki hafa smakkað tómatsúpuna mína....ættuð endilega að skella ykkur í að elda hana, einföld en alveg frábær, meira að segja fyrir þá sem ekki fíla tómatsúpur!
Á morgun hitti ég svo Gaelle, hún er komin aftur heim úr jólafríinu í Frakklandi...hlakka mikið til að heyra lífsreynslusöguna hennar frá Tælandi, en meira hlakka ég til að nota frönskuna mína dags daglega.
Click Here