Monday, January 10, 2005
Fyrsti skóladagur
Skólinn byrjaði aftur í dag og fyrsti tíminn var Menningartímarit hjá Þresti Helgasyni sem er ritstjóri Lesbókarinnar. Verð að segja að ég gaf sjálfri mér engin stig í dag, flestir nemandanna eru búnir að vera lengi í bókmenntafræðinni og þekkja eitthvað til tímarita, sýndist mér allavegana. Hann talaði heilan helling um tímarit Máls og menningar og í þeim anda að við ættum að hafa lesið fleiri fleiri hefti af því. Verð að viðurkenna að ég hef aldrei tekið upp það tímarit. Svo talaði hann um allskyns erlend tímarit sem ég gat ekki tengt neitt við heldur og í raun tengdi ég ekki neitt fyrr en hann fór að ræða um Séð og heyrt sem var ákveðinn botn í mínu lífi ;) . Verra varð það þegar hann vildi fara að ræða tilgang blaðsins, auglýsi hér með eftir svari við því: Hver er tilgangur Séð og heyrt?
Í jákvæðari anda, lítur út fyrir að verða spennandi námskeið, ég mun án efa læra ótalmargt þar sem ég skildi ekki neitt í fyrsta tímanum og er spennt að fara inná nýjan flöt í náminu mínu. Franskan er ótrúlega skemmtileg en námið er náttúrulega þannig byggt upp, allavegana enn sem komið er, að maður er mestmegnis í páfagaukalærdóm, en ekki beint í frjálsri hugsun. Það er bæði ógnvekjandi og spennandi að þurfa aðeins að láta hugann vinna fyrir kaupinu sínu.
Rúmið stendur enn fyrir sínu, ég og Arnar fórum loksins á fætur uppúr 16 í gær eftir að hafa rétt dröslast fram úr til að borða morgunmat um 13. Ótrúlegt hvað ég hef sofið vel undanfarið!
Heilsuátakið 2005 er í fullum gangi, komin af stað í annarri vikunni á þessu, hittum Inga áðan í ræktinni og tókum hressilega á því. Á miðvikudaginn fáum við svo kennslu á salinn. Erum í Laugum sem er hreint ótrúlegur staður. Í fyrsta lagi skanna þeir á manni augun áður en maður kemst inn. Í öðru lagi hef ég sjaldan séð jafn flotta tískusýningu og hjá sumu fólki þarna inni sem hleypur í níðþröngum merkjafatnaði, meira málað en dragdrottning á sýningu og í betra formi en Magga steri! En svo er þetta bara svo stórt, og alltaf svo troðið en mjög flott! Gaman að vera í mannfræðilegum pælingum þarna inni og yfir höfuð bara fínt að vera þarna. Svo er þetta í næsta húsi við mann!
Í jákvæðari anda, lítur út fyrir að verða spennandi námskeið, ég mun án efa læra ótalmargt þar sem ég skildi ekki neitt í fyrsta tímanum og er spennt að fara inná nýjan flöt í náminu mínu. Franskan er ótrúlega skemmtileg en námið er náttúrulega þannig byggt upp, allavegana enn sem komið er, að maður er mestmegnis í páfagaukalærdóm, en ekki beint í frjálsri hugsun. Það er bæði ógnvekjandi og spennandi að þurfa aðeins að láta hugann vinna fyrir kaupinu sínu.
Rúmið stendur enn fyrir sínu, ég og Arnar fórum loksins á fætur uppúr 16 í gær eftir að hafa rétt dröslast fram úr til að borða morgunmat um 13. Ótrúlegt hvað ég hef sofið vel undanfarið!
Heilsuátakið 2005 er í fullum gangi, komin af stað í annarri vikunni á þessu, hittum Inga áðan í ræktinni og tókum hressilega á því. Á miðvikudaginn fáum við svo kennslu á salinn. Erum í Laugum sem er hreint ótrúlegur staður. Í fyrsta lagi skanna þeir á manni augun áður en maður kemst inn. Í öðru lagi hef ég sjaldan séð jafn flotta tískusýningu og hjá sumu fólki þarna inni sem hleypur í níðþröngum merkjafatnaði, meira málað en dragdrottning á sýningu og í betra formi en Magga steri! En svo er þetta bara svo stórt, og alltaf svo troðið en mjög flott! Gaman að vera í mannfræðilegum pælingum þarna inni og yfir höfuð bara fínt að vera þarna. Svo er þetta í næsta húsi við mann!
Click Here