Thursday, January 06, 2005
Gamla konan í blokkinni!
Já, ég verð víst að verða þess heiðurs aðnjótandi að vera "gamla konan" í blokkinni minni sem er þó nokkuð afrek miðað við að meðalaldurinn hérna er í kringum 90 ár eða svo. Heiðurinn er minn vegna nokkurra ástæðna sem flestar tengjast þó hljóðmengun eða lyktarmengun á einn eða annan hátt. a) lætin í flugeldunum fara óstjórnlega í taugarnar á mér og í kringum hátíðarnar hef ég nöldrað óspart um þessi ósköp og hvað þetta fari illa í "dýrin" o.s.fr. (kvöldið í kvöld engin undantekning þar sem einhverjir menn ganga hér berserksgang) b) þegar ungur strákur flutti inn á hæðina fyrir neðan okkur með vinum og vandamönnum á öllum aldri kvartaði ég mikið undan ónæðinu, t.d. ef ég heyrði votta fyrir smá tónlist þegar ég var með opinn gluggann, eins var oft á tíðum eins og miklir húsgagnafluttningar ættu sér stað og ég og Arnar tuðuðum og tuðuðum. Eins fór það óstjórnlega í taugarnar á mér að þau reyktu út á svölum og þegar ég sat og lærði við opinn gluggann barst reykingarlyktin hingað upp til mín ( þetta kemur frá stórreykingarmanni til 10 ára). Þegar kom að því að útskýra fyrir sjálfum sér afhverju þetta fór svona í taugarnar á mér hugsaði ég " þetta unga fólk kemur náttúrulega og gengur um allt öðru vísi en eldra fólkið ...." . Hvað ætli aðrir íbúar hússins haldi um mig? Mér liggur mjög hátt rómur, við köllum stanslaust milli herbergja, við erum oft og iðulega með partý og höfum aldrei lágt í þeim partýum....sem betur fer búum við að því að þar sem meðal aldurinn er svona hár, þá er líka hátt meðaltal yfir þá sem nota heyrnartæki!! Hefur sína kosti!
En já, gamla konan kveður í bili...farinn uppí nýja rúmið mitt að horfa á ALIAS!!!!
En já, gamla konan kveður í bili...farinn uppí nýja rúmið mitt að horfa á ALIAS!!!!
Click Here