Thursday, January 20, 2005

Phil Handlsey

Bara svona til að slá á létta strengi eftir outburst mitt í fyrri pósti:

Veit ekki hvort þið munið eftir rauðu Twiggy myndinni sem hangir uppá vegg hér í stofunni hjá mér og Arnari? En við keyptum hana af listamanni sem var að selja verk sín á gangstétt meðfram Hyde Park í London í fyrra. Planið okkar hefur alltaf verið að bæta tveimur myndum frá honum við í safnið okkar og fyrir áramót þegar ég hafði samband við hann því mig langaði að gefa Arnari eina mynd í jólagjöf kom í ljós að myndirnar hans hefðu tífaldast í verði sökum velgengni í Frakklandi. En hann þessi elska samþykkti þó að leyfa okkur að kaupa tvær myndir á sama prís og við keyptum á í fyrra sem er 120 pund stykkið eða tvær fyrir 240 pund. Þið getið skoðað myndir eftir hann á www.enviedart.com eða www.rudeinteriors.com . En sumsé, foreldar mínir eru í London í dag og eru vonandi að fá þær afhentar núna seinni partinn! :) Hlakka til að fá þær hingað heim og hengja upp á fína vegginn sem býður þeirra.


Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?