Thursday, January 06, 2005

Post jólaþunglyndi!

Já, jólabarnið er lagst í þunglyndi enda er jólunum formlega lokið í dag. Verð að viðurkenna að mér finnst það mjög leiðinlegt og það er svo langt þangað til að næstu jól koma. Skrautið er farið af trjénu, búið að taka aðventukransinn í sundur og tréð er bara eitthvað svo einmanalegt hérna án ljóss og skrauts. Já, ef jólin væru bara aðeins lengri segi ég nú bara fyrir mína parta.

En þó get ég glaðst yfir mörgu! Síðasta einkunnin mín er komin og þetta gekk framar öllum vonum og ég er mjög ánægð. Verð þó að viðurkenna einkannapervertísmann minn og segja að 8,5 í einkunn pirrar mig. Það er næstum því 9 en ekki alveg átta, mitt á milli góðrar einkunnar og frábærrar einkunnar...en eins og ég sagði, þetta er minn einka pervertísmi og ég geri mér alveg grein fyrir því hversu ánægð ég á að vera og ég er það....en maður getur alltaf gert betur og því eru markmið þessarar annar að hækka meðaleinkunina mína!

Annað sem ég get svo líka glaðst yfir, loksins loksins fórum við Arnar og keyptum nýtt rúm!!!! Nú sem aldrei fyrr verður sofið! Við fórum í Svefn og heilsu og fengum þessa líka fínu Nasa dýnu á einungis 80 þúsund krónur en hún átti að kosta 150 þús. Hún er eilítið útlitsgölluð sem angrar okkur ekki þegar lakið er farið yfir og því eru þetta hin mestu kostakaup. Um leið settum við markið á að fjárfesta í svona nasa koddum líka og gott ef að maður reynir ekki að komast í þessar nasa hitastillandi sængur líka svo að heimilið verði algjörlega nasavætt. Ég verð örugglega eins og ný manneskja!

En sumsé, dagar mínir núna fara í að horfa á Dawson's Creek og þar sem þessi ákveðni tími mánaðarins er núna er ég búin að tárast alveg hægri vinstri yfir þessum hroðbjóði! En ég verð að viðurkenna það að það skiptir engu máli hvenær mánaðarins ég dett í svona, við erum eftir allt að tala um manneskju sem grætur reglulega yfir nágrönnum :)

Kveð að sinni.

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?