Saturday, January 29, 2005

Pródúktív

Búin að nota þennan dag ótrúlega vel, er full af stolti yfir árangrinum, í komandi letiköstum mun ég geta notað þetta sem afsökun. Ég er búin að vinna alveg heilan helling auk þess sem ég er búin að lesa tvær mjög áhugaverðar greinar og glósa þær. Önnur er eftir Þröst Helga og fjallar á skemmtilegan hátt um tímaritin i-D og Surface og það sem þau reyna að koma til leiðar og hin er eftir Torfa Tulinius um nýsöguna og einskonar upphaf skáldævisögunnar. Úff hvað mér finnst ég vera klár núna!!!! Þarf ekki mikið til í mínu tilfelli! Er annars að lesa Elskhuginn eftir Duras sem er ótrúlega furðuleg. Byggir á minningarbrotum hennar frá því að hún var 15 ára, skrifað þegar hún er 70 og kemur bara í hvaða tímaröð sem er og það er enginn þráður fyrir mig til að ríghalda mér í. Furðulegt líka að lesa bók sem heitir Elskhuginn, þú lest titilinn og opnar svo bókina og sérð mynd af alveg ótrúlega gamalli konu...hmm!

Hver hefði trúað því að klukkan 20 í gær var ég mjög drukkin að troða í mig dásemdum frá Eldsmiðjunni?

Arnar ætlar að baka pizzu handa mér og svo ætlum við að skella okkur í 10 bíó og sjá Tais-toi sem á víst að vera alveg ótrúlega fyndin. Ég er ótrúlega ánægð með þessa frönsku kvikmyndahátíð, stórgóðar myndir alveg. Er búin að fara tvisvar á Long Engagement og hún varð bara betri í seinna skiptið og svo á fimmtudagskvöldið fór ég og sá "Filles uniques", mynd um tvær konur sem báðar eru einkabörn og var þetta ótrúlega góð og hugljúf mynd um samskipti kvenna. Við höfum nefninlega alveg sérstakar leiðir til að hafa samskipti. Get ekki lýst því hvað það er upplífgandi að fara á bíómyndir sem fjalla ekki um það sama og síðasta bíómynd sem þú sást og þú sérð ekki fyrir þér hvernig endar. Mjög fínt. Þið ykkar sem enn hafið ekki látið sjá ykkur á hátíðinni....drífa sig á eina mynd.... það er m.a. verið að sýna Les Choristes með íslenskum texta en hún var einmitt tilnefnd sem besta erlenda myndin á óskarnum!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?