Wednesday, January 19, 2005

Proust

Ég er að lesa Leitina að tímanum, fyrsta hlutann í þýðingu Péturs Gunnarssonar. Þetta eru "merkar bókmenntir", skrifaðar í byrjun 20.aldarinnar af manni sem sálfræðingar og bókmenntaspekúlantar hafa eytt miklum tíma í að stúdera. Verð að segja að fyrir mína parta er ég alveg að missa af því hvað er svona merkilegt....so far eru þetta langar og oft óáhugaverðar lýsingar, nú eða bara mjög hversdagslegt líf ungs drengs á þessum tíma...en er að hamast við að kafa dýpra...finna einhverja djúpa merkingu í þessu svo að ég nái því afhverju þessi maður er svona upphafinn.
Sennilega tengist því að þarna fengu þeir sem vildu skoða skáldverk út frá höfundi og höfund út frá skáldverki, en þetta eiga að vera tvær órjúfanlegar heildir, mikið verkefni. Svo mikið er af tilvísunum í þessari bók sem hægt væri að heimfæra uppá líf Proust...ætli hann marki ekki einhverskonar upphaf á "skáldævisögu" forminu?

En annars er ég bara hress...held að ég sé búin að velja mér blað til að skrifa um í Menningartímaritum...er að hugsa um að fjalla um Cosmopolitan (augljóst val enda eina tímaritið sem ég þekki af einhverju ráði) og skoða hvernig blaðið reynir að stjórna ímynd okkar á heiminum, móta lífsgildi okkar og hugmyndir og segja okkur hvað við eigum að borða, hvað við eigum að lesa, hvað við eigum kaupa, hverju við eigum að klæðast, hvernig hárgreiðslu við eigum að vera með, hvaða meikupp við eigum að vera með, hvað sé inn og hvað sé out o.s.fr. Held að þetta sé ágætis efniviður í 8 bls blaðagrein sem við eigum að skrifa með það í huga að hún væri birtingarhæf í Lesbókinni.

Eru einhverjir þarna úti sem luma á einhverjum betri hugmyndum?

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?