Thursday, January 20, 2005

Tilvistarkreppa!

Mér til mikillar skelfingar hef ég gert mér grein fyrir einu: Ég verð 25 ára eftir 9 mánuði og ég er að fyllast af mikilli tilvistarkreppu. Ég er ekki gift, né stefni ég á það á næstu 9 mánuðunum, ekki á ég barn og finnst ólíklegt að ég muni eignast það á næstu 9 mánuðum, ég er enn ómenntuð þó að auðvitað sé ég að ganga menntaveginn...ég á ekki neitt að undantöldnu nýja rúminu og jú einum bíl, en Arnar á hann eiginlega...þetta brýtur í bága við öll framtíðarplön sem ég hafði fyrir sjálfa mig þegar ég var lítil. Samkvæmt því plani væri ég núna gift kvikmyndastjörnu, færi til útlanda í ævintýraferðir tvisvar á ári, væri búin að mennta mig og væri með einhverja stórkostlega vinnu og barneignir væru á áætlun. What went wrong? Og afhverju er ég með þessar rosalegu kröfur til sjálfrar mín. Ég get allavegana nefnt einn hlut svona "of the top of my mind": Margar vinkvenna minna eru trúlofaðar og því spyrja þær spurninga eins og "Jæja, á ekkert að fara að trúlofa sig?" og aðrar eiga börn og gjarnan spyrja þær spurninga eins og "langar þig ekkert að fara að fjölga mannkyninu?" Hverju á ég að svara? Mig langar til að gera báða þessa hluti en þeir eru ekki tímabærir á þessari þroskaleið minni...ég er bara ekki komin á þennan stað ennþá...nálgast hann en þarf bara meiri tíma en aðrir...greinilega! Og afhverju vill ég endilega gifta mig og eignast börn? Jú, af því að samfélagið hefur heldur betur innprentað í mig það að ég vilji þessa hluti. Ég var 2 ára þegar ég fékk mína fyrstu dúkku og átti að vera "mamma hennar". Þetta er sick...hvernig er hægt að byrja að setja konur í þessi hlutverk þegar þær eru svona ungar? Vitið þið um einhvern karlmann sem átti dúkku þegar hann var lítill og lék "pabba"? Brúðkaup komu inn í umræðuna hjá okkur stelpunum tiltölulega snemma, við vorum mikið í að gifta Ken og Barbie sem voru auðvitað "órjúfanleg heild" og svo ég gleymi ekki að nefna svokölluð stelpublöð sem eru með áhugaverðum greinum á við "how to get that guy" "how to please your guy", "Is he marrige material" o.s.fr. Nú svo getum við rætt um kvikmyndaiðnaðinn sem stílar á ungar stúlkur....fjalla allar um einhverja stelpu sem er utan þessa vinsældasviðs, en sæti vinsæli strákurinn verður einhvernveginn yfir sig ástfanginn og þau lifa hamingjusöm það sem eftir er. Og er svo fólk að furða sig á því að ég sé veruleikafirrt þegar það kemur að þessu öllu? Hvernig er hægt að halda sig á jörðinni þegar að maður er bombardaður með svona efnivið? Grrrr...... !Og svo til að kóróna þetta allt sat ég í frímínútum í gær í skólanum og það var verið að tala um hvað hver væri gamall og ég sagði, já ég verð 25 ára á þessu ári og augngoturnar sem ég fékk voru fylltar af samúð ásamt orðunum "Vá, ertu svona gömul" !!!!!!!!!! Já, ég er víst svona gömul shit fokk!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?