Wednesday, January 05, 2005

Tölvunörd versus sápunörd

Jæja góðir hálsar... á mér hvílir mikilvægt málefni sem vakið hefur upp ýmsar umræður hjá okkur Arnari. Umræðurnar kvikna sökum þess að mér finnst ég minna virði sem nörd vegna þess að mitt fetish eru gelgjusápuóperur eins og: The O.C. , One Tree Hill, Smallville o.fl. Nú yfir jólahátíðina hef ég svo sökkt mér í að horfa á Dawson's Creek og líður eins og ég sé búin að finna mér minn eiginlega botn hvað varðar þessi mál mín. En sumsé, spurningin sem ég vil spyrja ykkur er þessi: Hvort fær tölvunörd eða sjónvarpsnörd meiri virðingu? Flest ykkar munu nefninlega eflaust segja "tölvunörd" sem mér finnst afar ósanngjarnt og pirrandi en þá sagði Arnar "við vorum samt litnir hornauga í mjög langan tíma og gagnrýndir mikið þangað til fyrir stuttu" sem getur svo sem vel passað... en líkurnar á því að nörd eins og ég muni nokkru sinni hljóta samþykki er afar ólíklegt!

En já, hér með viðurkennist þetta: Þegar fólk spyr mig um áhugamál mín langar mig ávallt til að segja "sjónvarpið" en það hljómar eitthvað svo illa. Þannig að þá verður maður að segja kvikmyndir... það hljómar betur... en það er hrein lygi... mér er alveg sama um bíómyndir. Hálftíma eða klukkutíma þættir eru miklu betri, meiri spenna og það heldur manni betur og lengur við efnið en bíómynd.

Allt þetta hefur samt valdið því að veruleikaskynjun mín er ekki eins og best væri á kosið. Fyrstu skref mín með hinu kyninu eru mörkuð af því að ég var sífellt að sjá fyrir mér sápuóperudrama og varð því þekkt fyrir að eiga "sápuóperulíf" (n.b. varð það álitið af sumum mjög heillandi...minnist bréfs frá norskri stúlku sem ég kynntist á Bene sem vildi lifa lífinu í dramanu mínu) og fyrstu árin í sambandi míns og Arnars litaðist af því að hann gerði mér grein fyrir skilum á milli raunveruleikans og sjónvarpsins. Sjáiði til, ég var ekki með neinar raunhæfar hugmyndir um lífið og tilveruna...langt því frá.

En sumsé... hér með stíg ég út úr skápnum með þessa þráhyggju mína!

Comments:
vá hvað þú varst sápu drottningin!!!! :)

hvað hét annars aftur norska gellan sem orlof var alltaf að reyna við en kolla eipaði út af og henti skónum í sundlaugina????
ég man bara að ég fékk að kalla hana eitthvað sem mér fannst mjög fyndið... en engum öðrum... sem er kanski lýsandi fyrir húmorinn minn :)
 
Hún hét Cecilia. Mjög fyndið þar sem ég fann einmitt mynd af henni um daginn sem hún sendi mér þegar hún kom heim frá Beni og saknaði okkar allra svona svakalega. Beni rúlar!!!
 
Lína, ég er til í kaffi...hmm...það segir sennilega allt um mig ef ég viðurkenni að lengi vel var minn draumaprins Jason Priestley úr 90210!!!!
 
hehehe já ég kallaði hana sissí (sem er á ensku = pempía... hehehe) mér fannst það mjög fyndið ;)
já bene var snilld og vel það :)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?