Sunday, January 30, 2005
Verkamenn
Ójá, á morgun byrja framkvæmdir á baðherberginu okkar sem mun setja litla heimilslífið okkar algjörlega úr skorðum. Hingað eru væntanlegir pípari, múrari, smiður og rafvirki. Stefnt er á verklok á örfáum dögum en ég mun leyfa ykkur að fylgjast með framvindu mála! Mín reynsla er sú að verktíminn sé alltaf lengri en á upphaflegri áætlun og að ef eitthvað geti farið úrskeiðis, þá geri það það! Það sem er sumsé í vændum er þetta: það á að rífa út baðkarið og innréttinguna og rífa niður allar flísar á veggjum og gólfi. Svo á að setja inn sturtu, flísaleggja uppá nýtt, setja inn nýja baðherbergisinnréttingu, nýjan vask, reyna að laga stillinguna á klósettinu, setja inn rafmagn því hingað til hef ég blásið á mér hárið í undarlegum stellingum inní svefnherbergi og síðast en alls ekki síst ÞVOTTAVÉL!!!!!!!!!! Já kæru lesendur, undanfarin tvö ár hef ég þrammað niður í kjallara a.m.k. þrisvar í mánuði til að nýta mér minn úthlutaða þvottatíma (sem ég skrái mig á í byrjun mánaðar) og nota vélarnar tvær sem þar bíða innan minna tímamarka 7-15 eða 15-23. Það má ekki hengja upp þvottinn sinn utan tímamarkanna þannig að ef hlutirnir þorna ekki á þeim tíma þarf að ferja upp og setja á grindur. Ef þurrkarinn nær ekki að klára...þá ertu uppá náð og miskunn næstu manneskja komin! Um þetta gilda strangar reglur og fólkið í blokkinni hefur verið þekkt til að vera ansi anal þegar að þessu kemur. Fyrir utan það eru einungis tvö þvottahús en þau eiga að anna þremur stigagöngum sem hver hefur 16 íbúðir og tveimur stigagöngum sem hver hefur 8 íbúðir. Gleði gleði sumsé.
En já, brátt mun ég geta hent í þvottavél eftir hentugleika, og bara eina vél í einu en ekki margar til að klára þvottinn alveg! Því býð ég ykkur öllum í heimsókn með þvottinn ykkar því þetta er svo yndislegt!!!!! En fyrst þarf ég að kaupa þvottavél og til þess þarf ég að eiga pening...visa léttgreiðslur RÚLA!
En já, brátt mun ég geta hent í þvottavél eftir hentugleika, og bara eina vél í einu en ekki margar til að klára þvottinn alveg! Því býð ég ykkur öllum í heimsókn með þvottinn ykkar því þetta er svo yndislegt!!!!! En fyrst þarf ég að kaupa þvottavél og til þess þarf ég að eiga pening...visa léttgreiðslur RÚLA!
Click Here