Saturday, January 29, 2005

Vísó í Vífilfell

Þá er ég búin að upplifa mína fyrstu vísindaferð. Fórum í Vífilfell í gær, frönskudeilding og japönsku deildin. Þetta var bara rosalega fínt, við löbbuðum hring um verksmiðjuna og sáum að Vífilfell er farið að flytja inn fleiri fleiri tegundir af léttvíni. Svo enduðum við í einhverjum fundarsal þar sem í boði var Viking Lite og Lager bjór á meðan að einhver Power point sýning fór fram...veitti henni reyndar ekki mikla athygli. Þrátt fyrir að vera fámenn kláruðum við allan bjórinn úr kælinum (reyndar hurfu margir ofaní töskur og vasa) og svo var haldið hingað heim og pantaðar pizzur og horft á Idol. Hef samt aldrei verið með partý sem byrjar jafn snemma og líkur jafn snemma, ég var komin uppí rúm um ellefu leytið, horfði á einn þátt af Point Pleasant og lognaðist svo bara út af ofboðslega ánægð. Vaknaði svo bara snemma í morgun, tók til, taldi dósir, fór í endurvinnsluna, bónus, ikea og bílaþvottastöð og var að koma inn heima aftur. Nú á bara að taka til hendinni í vinnu og lærdóm og hafa það kósý!

Góða helgi!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?