Monday, February 21, 2005

Af gleraugum, helginni og fleiru

Nú er bara orðið nokkuð langt síðan ég hef skrifað eitthvað hérna.

Ég þarf að fá gleraugu. Fór til augnlæknis á föstudaginn og það varð niðurstaðan. Þetta eru hvíldar og lestrargleraugu og ættu að lækna öll mín vandamál. Ég hef nefninlega verið með hausverk og einhver leiðindi undanfarið. Ég fékk lánaðar fimm umgjörðir með mér heim um helgina og ég held að fyrir valinu hafi orðið Gucci umgjörð sem er rauð og alveg rosalega flott :) Hlakka mikið til.

Svo tókum við okkur til og endurskipulögðum alla stofuna heima sem er stórglæsileg núna þó að ég segi sjálf frá. Sturta kemst vonandi upp í kvöld og sennilega getum við sturtað okkur heima í fyrramálið. Nú vantar mig bara innréttingu og smið sem passar við hana :) Jei!!!

Sáuð þið bróður hans Arnars í Regnhlífar í New York? Já, hann var þessi krúttlegi að tala um herramennina. Brotið hét Einar og Herramennirnir og hann var æðislegur! Honum var einmitt óskað til hamingju með afmælið af Þorsteini Joð sem honum þótti mikill heiður! Í barnaafmælinu í gær hitti ég eina frænku hans Arnars sem er mjög hress. Hún hafði verið á tjúttinu kvöldið áður. Hitti þar fyrir mann og þau voru að spjalla. Hann sagði henni að hann væri 100 % öryrkji en hann væri að vinna samt. Hún segir glettilega "góði besti, viltu ekki bara skella staurfótinum uppá borð?" Hann gerir sér lítið fyrir, kippir upp skálminni, losar gervifótinn og slengir honum upp á borð! Bahahahahah. Ótrúlega fyndið. Greyið hún.

Comments:
heyrðu,sniðug þessi afmælisdagabók sem þú varst að tala um fyrr,ég á afmæli 21.maí hvað segir það um mig? og já, svo fer mig að lengja eftir klósettpappírnum...
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?