Wednesday, February 09, 2005

Amazing Race

Úff, var að horfa á lokaþáttinn í Amazing Race sem var ótrúlega spennandi. Mitt lið vann samt ekki, ætla ekkert að segja neitt meira þar sem það á eftir að sýna eiginlega alla seríuna hérna. Þetta var góð sería og liðið sem tók þátt í þessu sbr John og Victoriu og Adam og Rebeccu...algjör steypa!

Það sem mér fannst hinsvegar mun merkilegra er að þegar að næsta sería var kynnt sem byrjar í USA í byrjun mars, þá kemur í ljós að Allstar parið Rob og Amber úr Survivor munu keppa um milljónina í Amazing Race...skemmtilegt nokk að fyrir hafa þau unnið millu í Survivor. Amber vann hana en Rob bað hana um að giftast sér í þættinum áður en það var tilkynnt hver ynni milljónina til að vera öruggur á henni. Gott hjá honum. Verður gaman að sjá þau í þessu, hvernig þeim gengur með þetta!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?