Tuesday, February 01, 2005

Dagur 2 í framkvæmdum

Annar dagurinn hafinn og allt komið úr skorðum. Herra Pípari sem ætlaði í gærkvöldi að vera mættur hér eldsnemma ákvað í upphafi að fresta komi sinni til klukkan 13. Arnar var því mættur stundvíslega klukkan eitt til að hleypa honum inn. Kl 14 hafði enginn pípari sést en eitt stykki hringt og spurt klukkan hvað hefði verið talað um að hann mætti...þegar að honum var tjáð að hann ætti þegar að vera mættur var engin eftirsjá heldur tilkynnt að hann væri væntanlegur eftir um einn til einn og hálfan tíma. Tveimur tímum seinna höfðum við samband við hann en þá tjáði hann okkur það að hann myndi ekki mæta í dag. Jei!!! Hann segist ætla að mæta í fyrramálið kl 08.00. Læt ykkur vita hvernig það tekst til hjá honum!

Hvað er með þessa stétt í alvörunni samt? Afhverju virðist meirihluti iðnaðarmanna ekki bera virðingu fyrir fé og tíma annarra? Er þeim ekki annt um sig og sitt orðspor? Finnst þeim í alvörunni gaman að það tali allir illa um þá og fyrirlíti þá og hafi einungis samband því jú við neyðumst til þess? Hvernig myndi þeim líða ef þeir fengu þessa framkomu annarsstaðar frá í samfélaginu? Hvað ef að læknarnir myndu nú alltí einu taka upp á að koma svona fram? Yrðum við líka að líða þeim það?

Í ljósi pirrings ætla ég að nota tækifærið til að ausa úr skálum reiði minnar og minnast á breytingar á stundaskrám Hugvísindadeildar þessa önnina! Til stendur að samræma tímatöflur deilda Háskólans. Sem ég styð fullshugar, að hafa samstillt svo að nemendur geti flakkað milli deilda því ekki erum við öll í sömu deildum í námi. En að stilla okkur í þetta heimskulega 70 mínútna stundakerf er að gera mig brjálaða. Hafið þið prófað að sitja tvöfaldan 70 mínútna tíma á meðan þusað er yfir ykkur? Það er manni ekki bjóðandi en auk þess eru allar rannsóknir sammála um að athyglisgáfa okkar bíður max upp á í kringum 30 mínútur í athygli, eftir það slidar maður inn og út. Nú þegar þessar rannsóknir liggja fyrir er mér mikið í mun að vita afhverju það er verið að samræma eftir gamla félgasvísindadeildarkerfinu og setja okkur í þessa löngu tíma sem eru gerðir til að kvelja mann? Afhverju fóru aðrar deildir ekki að aðlaga sig að þessu fína kerfi okkar? GRRRRRRRRRR!!!! Í dag sat ég nemmligt í tímum í 3x 70 mínútna tímum, þó að það hafi verið smá pása á milli og ég er bara búin á því!

En já, það verður áfram pissað í myrkri og farið verður í bústað um helgina til að þurfa ekki að berast fyrir í þessari íbúðarskömm meðan þetta ófremdarástand ríkir!

Er þetta rétti tíminn til að taka það fram að já, þetta er þessi tími mánaðarins þar sem við dömurnar erum verr fyrir kallaðar en aðra daga og skapið á það til að hlaupa með okkur í gönur? Sumir orða þetta þannig að "Rósa frænka" sé í heimsókn en mér hefur alltaf fundið það svolítið eins og að segja buddan mín. Af einhverjum ástæðum man ég ekki hvað ég kallaði þennan neðri part minn þegar ég var lítil...en þið?

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?