Thursday, February 03, 2005
Framkvæmdir frá helvíti
Það er ekki lengur gaman að koma heim. Ég fyllst ekki af hlýju þegar ég labba inn um dyrnar heima heldur einskærum viðbjóði! Núna þegar við komum inn var drullusokkur á miðju eldhúsgólfi, baðinnrétting í ganginum og ryk, pabbi, drulla og annað skemmtilegt út um allt. Ég er svo vel upp alin að ég fæ alltaf ónotatilfinningu við að ganga í skóm innan heimilsveggjana og er því uppfull af samviskubiti öll kvöld er ég þramma hér um á skónum! Ullabjakk!
En af gleðilegri hlutum, ætlum að bruna upp í Skorradal á morgun og fara á Sveitahótel Mömmu og láta stjana við okkur aðeins. Þar er gott að vera :)
Annars las ég mjög skemmtilega grein áðan um Nouveau Roman. Finnst þetta áhugaverð pæling um að nafngreina ekki söguhetjuna og las þar einmitt um rosalega sniðugua tilraun sem Flaubert gerði held ég. Hann skrifaði bók þar sem tvær aðalsöguhetjurnar hétu sama nafni og því þurfti lesandinn alltaf að hafa sig allan við til að rugla þeim ekki saman. Þetta minnti mig á það að þegar við lesum, þá er búin til ákveðin mynd af persónu sem við tengjum alltaf við nafn og því finnst mér eins og við séum alltaf að horfa á sögupersónur utan frá í stað þess að horfa á þær innan frá. Svo um leið og nafnið er tekið af okkur, þá getum við farið að lifa okkur meira inn í persónuna því hún heitir ekki Jón eða Harpa. En núna ætla ég að fara að lesa Childhood.
En af gleðilegri hlutum, ætlum að bruna upp í Skorradal á morgun og fara á Sveitahótel Mömmu og láta stjana við okkur aðeins. Þar er gott að vera :)
Annars las ég mjög skemmtilega grein áðan um Nouveau Roman. Finnst þetta áhugaverð pæling um að nafngreina ekki söguhetjuna og las þar einmitt um rosalega sniðugua tilraun sem Flaubert gerði held ég. Hann skrifaði bók þar sem tvær aðalsöguhetjurnar hétu sama nafni og því þurfti lesandinn alltaf að hafa sig allan við til að rugla þeim ekki saman. Þetta minnti mig á það að þegar við lesum, þá er búin til ákveðin mynd af persónu sem við tengjum alltaf við nafn og því finnst mér eins og við séum alltaf að horfa á sögupersónur utan frá í stað þess að horfa á þær innan frá. Svo um leið og nafnið er tekið af okkur, þá getum við farið að lifa okkur meira inn í persónuna því hún heitir ekki Jón eða Harpa. En núna ætla ég að fara að lesa Childhood.
Click Here