Sunday, February 27, 2005
Fusion
Átti frábæran föstudag. Byrjuðum í æðislegri vísindaferð í Prentsmiðjunni Odda. Gaman að sjá þessar prentvélar allar saman og sjá hvað það eru í raun mörg handtök í einni bók. Svo var farið í matsalinn þar sem boðið var upp á frábærar veitingar. Það var hvítt og rautt og bjór og svo snittur gerðar af ostahúsinu á Skólavörðustíg og þær voru geggjaðar. Svo var haldið hingað í Idol partý, drukkið og spjallað og það voru allir svo ánægðir með nýju myndirnar, nýja fyrirkomulagið í stofunni og auðvitað baðherbergið ;) Svo var haldið niður í bæ á tónleikana og þeir voru alveg frábærir. Það eina sem var að var að það var eins og hálfs tíma seinkun á byrjuninni á þeim en það var auðfyrirgefið þegar að þetta var byrjað.
Laugardagurinn var ekki síðri, rólegheit í þynnku, smá rúntur með klósett pappír hér og þar, heimsókn til ömmu og svo bauð mamma mér út að borða á La Primavera. Mmmm...ótrúlega góður matur þar, geitaostur í forrétt, steinbítur í aðalrétt og panna cotta með myntu í eftirrétt.....mmmm.
Nýjasta sjónvarpsserían er svo Gilmore Girls...finnst þær æði og er búin að liggja í því um helgina. En ætla að hafa það enn meira kósý núna því Arnar er að elda pizzu. Þið sem enn eruð að bíða eftir heimsókn með kaffi eða klósettpappír, örvæntið ekki, ég kem örugglega á morgun!
Laugardagurinn var ekki síðri, rólegheit í þynnku, smá rúntur með klósett pappír hér og þar, heimsókn til ömmu og svo bauð mamma mér út að borða á La Primavera. Mmmm...ótrúlega góður matur þar, geitaostur í forrétt, steinbítur í aðalrétt og panna cotta með myntu í eftirrétt.....mmmm.
Nýjasta sjónvarpsserían er svo Gilmore Girls...finnst þær æði og er búin að liggja í því um helgina. En ætla að hafa það enn meira kósý núna því Arnar er að elda pizzu. Þið sem enn eruð að bíða eftir heimsókn með kaffi eða klósettpappír, örvæntið ekki, ég kem örugglega á morgun!
Comments:
<< Home
Hahahaa...ég hélt að "rúntur með klósettpappír" væri fagurhjal yfir þynnkulollann!! Tíhí...annars er komin mögnuð sería hér í Danmörku sem heitir Desperate Housewifes, hún er kannski löngu komin og farin á hinu framsækna Fróni, annars mæli ég bara sterkt með henni!!!
Post a Comment
<< Home
Click Here