Monday, February 14, 2005

Gleðilegan Valentínusardag

Ég er í klemmu, get ekki ákveðið mig hvort ég vilji halda uppá Valentínusardaginn eða ekki. Þetta er auðvitað ekki íslensk hátíð. Við eigum konudag og bóndadag. Blómaframleiðendur hafa hinsvegar þröngvað þessum degi inn á okkur og nú er ég ekki viss. Fullkomin afsökun fyrir mig og Arnar að gera eitthvað rómantískt saman sem við gerum alls ekki oft en um leið er ég ekki viss um að ég vilji stuðla að þessari USAvæðingu sem á sér stað á Íslandi.
Hvað með ykkur? Hvað ætlið þið að gera? Ef þið væruð á föstu, mynduð þið þá halda upp á þennan dag?

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?