Monday, February 07, 2005
Helgin
var ljúf á Sveitahóteli mömmu og pabba í Skorradalnum. Er svo gott að láta hugsa um sig stundum, elda ofan í sig og svo ekki sé talað um að kisinn minn var í Skorradalnum hjá þeim og að fá að eyða heilli helgi með honum er æði. Arnar greyið þurfti hins vegar að bryðja ofnæmistöflur í gríð og erg og fann ég mikið til með honum. Við horfðum á Cellular og mikið er ég ótrúlega ánægð með þá mynd. Hún er auðvitað amerísk og leikurinn var ekki uppá marga fiska en söguþráðurinn fannst mér helvíti skemmtilegur, minnti mig svolítið á Phonebooth. Það er svo sjaldan sem maður kemst í spennumynd sem heldur manni almennilega finnst mér. Svo þegar við komum heim í gær þá þrifum við aðeins hérna til málamynda, svo að þetta verði nú allavegana skítsæmilegt þó að framkvæmdirnar séu. Svo ætluðum við að horfa á Collateral en ég rotaðist líka svona skemmtilega í sófanum, hraut og allt samkvæmt því sem Arnar segir og vaknaði ekki fyrr en síminn hringdi einhverntímann um hálfellefu en þá var það góð vinkona sem ég spjallaði heillengi við! En helgin var fín, mjög ódýr og mjög kósý og þá er bara brjálæðið byrjað á ný. Sit hérna heima að reyna að vinna við undirspil bora og hamarshögga. Sjá til hvernig það gengur, svo er það bara ræktin!
Click Here