Sunday, February 13, 2005

Helgin

Idol var bara fínn í þetta skiptið, réðu bara ágætlega við kvikmyndatónlistina og enn og aftur brilleraði Hildur Vala...held barasta að hún eigi eftir að vinna þetta. Mér finnst hinsvegar vanta einhvern neista hjá Heiðu...hún syngur ágætlega en það er ekkert meira í henni!

Og hvað var Helgi að spá...svona í alvörunni samt? Tekur maður lag með Coyote Ugly? Held að hann hljóti að hafa viljað syngja sig beint út úr þessari keppni.

Í gær horfðum við á Anchor man sem er alveg ótrúlega fyndin. Mæli eindregið með henni fyrir fólk sem fílar súran húmor. Við allavegana hlógum og hlógum.


Heyrðu, svo fékk ég mér SIMS2 í gær til að spila í nýju töllunni en hann er alveg sjúklega hægur í henni, sennilega út af lélegu skjákorti. Ótrúlega flott grafík í þessum leik og held að þetta væri alveg brill ef hann væri ekki svona hægur. Mæli allavegana með honum.

Annars er ég búin að vera alveg hræðilega löt , eiginlega ekkert lært alla helgina. Uss uss, sem betur fer enginn tími á morgun þannig að ég get þá lært helling þá, ætli ég setjist ekki bara út í hlöðu og læri þar svo að iðnaðarmennirnir geti verið í friði hérna.

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?