Thursday, February 10, 2005

Hvað segja stjörnurnar...

Víraði álfurinn hefur uppgötvað að heiminum er illa við Sporðdreka. Það þykir mér leitt því að Arnar er nefninlega sporðdreki en svona er þetta bara.

Hinsvegar á ég snilldar bók sem heitir Nýja afmælisdagabókin og eftirfarandi er sagt um mig þar:

Persónuleiki: Þú getur setið og starað út í loftið dagana langa og spunnið upp heilu kvikmyndahandritin í huganum. Það er gott og hollt að láta sig dreyma en lífið snýst um að lifa því. Ef þú nærð að virkja sköpunarkraftinn á hagnýtan hátt er fullvíst að þú gerir bæði sjálfum þér og heiminum gott .....Þú kannt að hafa legið í bókum um andleg málefni og hugsanlega fundið þinn stað í veröldinni...ef svo er myndi það ekki skaða þig að vera svolítið yfirborðskenndur stundum til að vinna gegn draumlyndinu!!! Hehehehe Hugsanleg störf fyrir mig eru kafari, listamaður og textahöfundur og sérkenni mín eru innsæi, órar og draumlyndi! Og það sem þið eigið að gefa mér í afmælisgjöf er Tarotspil og Bonsai tré!!!! Minni á að það er stórafmæli á þessu ári þannig að hafa þetta í huga ;)

Arnar ætti samkvæmt þessu að vera einkaþjálfari, lögreglumaður eða félagsráðgjaf og við eigum að gefa honum boxhanska í gjöf!!

Komið með afmælisdaginn og ég skal sko segja ykkur allt um ykkur!

Comments:
26.ágúst ;)
er ekki eitthvað djúsí þarna um mig???
 
14. nóvember. Vil endilega vita hvað ég á í vændum...
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?