Wednesday, February 09, 2005
Idol
Sáuð þið Idol á föstudaginn? Ég gerði það ekki og horfði á endursýningu í dag. Rúnar Júl er ótrúlega skrítinn, hann er með einhvern sér "keflvískann" orðaforða sem ég átti oft bágt með að skilja! En burtséð frá því fannst mér þessi þáttur mikil búbót eftir Sálar þáttinn þar sem keppendur klúðruðu þessu algjörlega. Greinilegt að auðveldara er að ná keflvíska tóninum! Ég held með Hildi Völu...hún er áberandi MH sæt finnst mér. Minni mig mikið á eina stelpu sem var með mér í MH. En hún syngur ótrúlega vel. Einhverjir sem þekktu hana úr MH hafa haft orð á því að hún væri svona og hinsegin en ég verð að segja að ég lít nú enn á þetta sem söngvakeppni þó að auðvitað sé þetta vinsældakeppni fyrir mörgum!
Er ég ein um að vera IDOL fan
Heyjá, gleymdi að segja ykkur stöðu mála í framkvæmdum...það hefur bara ekkert breyst...þeir eru eitthvað að vesenast hérna á daginn en ég sé litla sem enga breytingu, enn er bara ber steypa, og ekkert nema eitt ræfils klósett sem er ekki einu sinni fest þannig að það er örlítið valt! Ef það verður ekki of mikill snjór, þá ætlum við að skella okkur í sveitasetrið!
Er ég ein um að vera IDOL fan
Heyjá, gleymdi að segja ykkur stöðu mála í framkvæmdum...það hefur bara ekkert breyst...þeir eru eitthvað að vesenast hérna á daginn en ég sé litla sem enga breytingu, enn er bara ber steypa, og ekkert nema eitt ræfils klósett sem er ekki einu sinni fest þannig að það er örlítið valt! Ef það verður ekki of mikill snjór, þá ætlum við að skella okkur í sveitasetrið!
Click Here