Friday, February 11, 2005
Ný tölla
Ójá, hin tölvan sem er algjör forngripur, ferðatölva sem pabbi fékk í USA á sínum tíma hefur endað sína lífstíð hér á borðinu mínu. Í gagnið er komin önnur ferðatölva, líka niðurgangur* frá föður mínum. Er að skima eftir því hvað gripurinn heiti, hún er silfurlituð, hraðvirkari og í alla staði glæsilegri en sú gamla þó að hún sé nú ekki ný. Hmm... það stendur XBOOK framan á henni. Ætlaði nefninlega að kaupa mér nýja fartölvu en fjárhagurinn leyfði það ekki svo í staðinn var keyptur nýr harður diskur og nýtt minni í þessa og vonandi dugar hún mér þangað til fjármálin glæðast!
Annars er ég að þvo þvott. Í dag fór ég út í rifnum taibuxum. Rifnar í klofinu sem hefði getað orðið vandræðalegt því gatið stækkaði eftir því sem leið á daginn. Sem betur fer var ég í síðum kjól yfir sem veitti skjól! Þetta voru taibuxur nr 2 sem fóru á þessa leið, hafa víst sinnt sínu, enda átt þær í þrjú ár og notað mjög mikið. Kominn tími á endurnýjun...verst hvað þær eru dýrar hér á Íslandi. En sumsé, er að þvo þvott svo að ég komist út úr húsi á morgun...það stefndi í mikil vandræði!
Og ójá, gleymdi að minnast á það að það var verið að "flota" baðherbergisgólfið hjá mér...held að það þýði að hann hafi verið að steypa það til að jafna gólfið út og ég má ekki stíga inná það næstu þrjá tíma. Sem væri allt í lagi ef mér væri ekki mál að gera nr 2 ( og já, hvern hefði grunað, stelpur gera það stundum líka ). Þannig að nú verður sko reynt á það að halda í sér! Var ég búin að segja ykkur hvað ég hata framkvæmdir...smiðurinn okkar er farinn til útlanda...veit ekkert hvað lengi, hann lét vita í gær seint en fór út í dag og sagðist þess vegna ekki getað klárað verkið JIBBÝ!!! Ef þú ert að lesa þetta og ert smiður þá máttu hafa samband því mig vantar smið!
Svo er bara IDOL í kvöld. Hlakka mikið til því þau ætla að taka bíómyndatónlist!
*Niðurgangur: Hlutur sem gengur manna á milli, frá einu aldursbili og niður á lægra aldursbil
Annars er ég að þvo þvott. Í dag fór ég út í rifnum taibuxum. Rifnar í klofinu sem hefði getað orðið vandræðalegt því gatið stækkaði eftir því sem leið á daginn. Sem betur fer var ég í síðum kjól yfir sem veitti skjól! Þetta voru taibuxur nr 2 sem fóru á þessa leið, hafa víst sinnt sínu, enda átt þær í þrjú ár og notað mjög mikið. Kominn tími á endurnýjun...verst hvað þær eru dýrar hér á Íslandi. En sumsé, er að þvo þvott svo að ég komist út úr húsi á morgun...það stefndi í mikil vandræði!
Og ójá, gleymdi að minnast á það að það var verið að "flota" baðherbergisgólfið hjá mér...held að það þýði að hann hafi verið að steypa það til að jafna gólfið út og ég má ekki stíga inná það næstu þrjá tíma. Sem væri allt í lagi ef mér væri ekki mál að gera nr 2 ( og já, hvern hefði grunað, stelpur gera það stundum líka ). Þannig að nú verður sko reynt á það að halda í sér! Var ég búin að segja ykkur hvað ég hata framkvæmdir...smiðurinn okkar er farinn til útlanda...veit ekkert hvað lengi, hann lét vita í gær seint en fór út í dag og sagðist þess vegna ekki getað klárað verkið JIBBÝ!!! Ef þú ert að lesa þetta og ert smiður þá máttu hafa samband því mig vantar smið!
Svo er bara IDOL í kvöld. Hlakka mikið til því þau ætla að taka bíómyndatónlist!
*Niðurgangur: Hlutur sem gengur manna á milli, frá einu aldursbili og niður á lægra aldursbil
Click Here