Friday, February 11, 2005

Árni Meyja

Já, í afmælisdagabókinni stendur um Árna að hann sé "snillingur í að halda uppi aga" og að sérkenni hans séu stjórnsemi, agi og kraftur. Hann ætti helst að verða bankastjóri eða bókhaldari. Árni á að velja sér steingeit sem lífstíðarmaka en hann þarf nauðsynlega að átta sig á því að hann hefur ekki alltaf rétt fyrir sér og að sveigjanleiki sé nauðsynlegur til að auðvelda manni lífið! Og að við eigum að gefa honum seðlaveski eða hillusamstæðu í afmælisgjöf!

Bwahahaha....er ekki frá því að það leynist lítil sannleikskorn þarna!!!

Alltof mikill snjór, ekkert sveitasetur um helgina og baðherbergið verður sennilega ekki tilbúið fyrir næstu helgi heldur. Er komin í algjöra uppgjöf!

Búin að vera hræðilega löt í vikunni og helgin verður nýtt til að bæta fyrir það! Þarf að læra svo mikið að það er ekki venjulegt! Þarf að lesa tvær og hálfa bók og taka mig á í sögunni þar sem ég man engin ártöl eða neitt!

Góða helgi.

Comments:
hehehe já þetta með steingeitina mætti kanski endurskoða... en annars á þetta ansi vel við :)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?