Friday, February 25, 2005

Á tánum aftur

Loksins er orðið hreint og fínt heima aftur....ég þarf ekki lengur að þramma um allt á skónum og get tekið upp aftur almenna kurteisissiði sem betur fer. Undanfarin vika hefur farið í miklar tiltektir en það er enn ýmislegt eftir. En myndirnar fínu er loks komnar á veggi og hvet ég alla til að koma í heimsókn og sjá hvað það er orðið fínt hjá mér!

Svo er ég bara á fullu að keyra út skeini, kaffi og plastblöndu, um helgina verður stoppað í flestum bæjarhlutum Reykjavíkur og losað úr ofurhlaðinni corollu sem er til sölu, gott skottpláss fyrir þá sem hafa áhuga.

Ég er ekki búin að opna námsbók alla þessa verkefnaviku, ætti að skammast mín fyrir kæruleysið.

Góða helgi!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?