Friday, March 04, 2005

Engin árshátíð

Hmm, ætli þessi leturstærð komi sér betur Anna?

Annars er minns bara lasinn. Ég átti að vera með árshátíðarpartý núna en þurfti að afbóka það sökum veikinda. Frekar fúlt því við ætluðum út að borða og fínerí. Núna er hópurinn eflaust staddur í Alliance Francais í partýi! En hér er ég að horfa á Idol og verð að segja að mér finnst óþolandi þetta uppáhald dómaranna á Heiðu og að segja að við Hildi að hún sé ekki besti söngvarinn....ég er nú bara ekki sammála þessu en auðvitað hafa allir skoðun á þessu og mín er bara dropi í hafið. En ég vona allavegana að hún vinni þetta og að Davíð verði í öðru sæti.

Nú er annars hægt að baða sig í ljósahafi inná baði hjá mér en enginn er spegilinn sem er fínt þegar maður er lasinn og úldinn. Þá langar mann ekkert að skoða sig í speglinum. Hef legið í rúminu og horft á felicity og það er bara alltílagi sko nema að ég gæti vel hugsað mér að stíga út fyrir hússins dyr...kemur að því. Ég verð að setja allt í botn um helgina til að læra fyrir prófið sem er á þriðjudaginn, gildir 1/4 af lokaeinkuninni minni þannig að... verst að hafa verið svona lasin og ekki getað byrjað neitt af viti en svona er þetta bara. Arnar er allavegana búinn að vera rosalegt krútt, fært mér blóm og svo hverja dósina á fætur annarri af diet kók. Svo hef ég borðað bollasúpu, hrísgrjónagraut og viti menn, hafragraut!

Jæja, ég ætla að fara og sjá hver kemst áfram í IDOL og hey já, við seldum bílinn í dag...jíha, skuldastaðan lækkar um 550 þúsund og mánaðarlegar greiðslur um 30 þús :) Hér ríkir mikil gleði!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?