Thursday, March 17, 2005

Enn veikindi

En ekki á mér, Arnar greip þessa pest sem er að ganga og er rosalega lasinn greyið. Fórum til læknis í gær og hann fékk astmastera og sýklalyf og má ekkert fara í vinnu fyrr en eftir helgi. Þannig að hann missir bara alla vikuna úr vinnu. Ég er samt búin að reyna að taka Florence Nightingale á þetta og gengur bara þokkalega held ég...vona ég.

Svo fékk ég málfræðiprófið mitt til baka og hef aldrei fengið jafn hátt í málfræði...mikill sigur...vona bara að þetta sé boðberi um það sem koma skal því nú þarf ég að fara að byrja á ritgerðinni minni um hann Camus minn og Útlendinginn. Ég vona að það gangi jafnvel því hún gildir svo mikið sem 50% af lokaeinkunn í kúrsinum og þetta er 5 eininga kúrs. Ekkert slor það.

Önnin er bara að verða búin, ótrúlegt, páskafrí í næstu viku og svo er bara stutt eftir í prófatörnina. Sem þýðir bara Paris here I come!

Ég fékk sorgarfréttir frá Frakklandi. Skólinn minn hefur verið seldur. Fékk enn einn stórfréttapóstinn frá Philippe og nú er búið að selja skólann. Ég er frekar leið yfir þessu enda tengi ég svo ótrúlega marga góða hluti við þennan skóla.

Um helgina ætlar Frönskudeildin svo í Kolaportið, selja til styrktar ferðinni og ég vona bara að það gangi vel, jafnvel og salan á varningnum gekk :)

En jæja, best að láta þetta duga í bili.

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?