Tuesday, March 22, 2005
Fasistaríkið Ísland...
... rekur úr landi menn sem eiga fjölskyldur hér, konur og börn en hleypir svo inn í landið manni sem á yfir höfði sér fangelsisvist, er annálaður rasisti og þyrfti helst að vera á stofnun fyrir geðfatlaða! Bravó Ísland. Hef alltaf sagt að forgangsröðun hér á landi sé undarleg og er þetta enn einn vitnisburðurinn um það. Ekki er þetta nóg heldur er nú verið að kanna hvort kallinn geti ekki fengið greiðslur í launasjóði Íslenskra skákmanna sem ætlaður er þeim sem unnið hafa einhver alþjóðamót. FRÁBÆRT! Okkur vantar enn eitt gimpið til að lifa af velferðarkerfinu, eins og það sé ekki nóg af þeim fyrir á Íslandi, þá erum við farin að flytja þá inn...glæsilegt. Og hvað svo þegar hann kemur til landsins...hann á ekkert hús...verður honum gefin íbúð? Hann á engan síma, munu vodafone og síminn berjast um að komast í fjölmiðla þar sem þeir færa honum að gjöf síma og internettengingu svo hann geti spilað skák online? Svo vantar hann húsgögn....Húsgagnahöllinn býður sig fram í að leysa það...þetta er nú heldur betur glæsilegt, manninn mun ekkert skorta en á meðan safnast Íslendingar fyrir framan fjölskylduhjálpina því páskar nálgast og engir eru peningarnir til að kaupa páskasteikina né til að versla páskaegg fyrir börnin. Æj, ég elska þetta þjóðfélag.
Click Here