Friday, March 25, 2005
Ferjukot og Hvanneyri
Fórum í smá ísbíltúr og enduðum á því að keyra inn á Hvanneyri þar sem bændaskólinn er. Ótrúlega sætur lítill bær ef svo má kalla. Pínkulítil falleg kirkja og mér verður alltaf hugsað til þess hvað ég gæti vel hugsað mér að búa út á landi. Draumurinn er Dalvík eða jafnvel Stykkishólmur. En svo er líka örugglega fínt að kaupa bara gamlan bóndabæ ekki of langt frá Reykjavík og búa þar. T.d. gæti ég hugsað mér að kaupa Ferjukot. Lítill bær sem við keyrðum fram á áðan. Héldum áfram frá Hvanneyri og enduðum á því að keyra yfir þrjár alveg óskaplega ógnvekjandi brýr...og þá komum við að þessum ótrúlega fallega bæ sem stóð alveg við vatnið....það leynast svo margir leyndardómar víðsvegar sem maður sér aldrei því maður fer alltaf þessar hefðbundnu leiðir í lífinu. En já, svo um leið og maður leggur út frá annarri leið leynast margir leyndardómar.
Elska þetta land.
Elska þetta land.
Click Here