Wednesday, March 23, 2005

Föstudagsbjór á þriðjudegi

Fór í gær á Prikið og drakk bjór í góðra vina hópi. Ótrúlega skemmtilegt. Ég geri svona svo sjaldan, það er að segja, fer niður í bæ og fæ mér bjór á kaffihúsi og þeim mun skemmtilegra er það þá þegar ég geri það. Enn undarlegra er að gera það á þriðjudagskvöldi en svona er það að vera í páskafríi. Ótrúlega notalegt alveg hreint. Svo munar ekki um þjónustuna hjá mínum heittelskaða sem bæði keyrði mig og sótti... lúxus.


Annars er ég að klepra yfir fræðimannaritgerðum um Camus og Útlendinginn, tilvistarstefnuna og aðrar pælingar sem ekki virka vel þegar maður er illa sofinn og svona semi þunnur. Verð samt að vera dugleg, vantar að viða að mér heimildum og hugmyndum fyrir þessa blessuðu ritgerð. Átta mig aldrei á því hvar maður á að setja heimildir eða ekki. Hvað með hugmyndir sem kvikna hjá mér út frá lestri á textum annarra? ...þoli ekki ritgerðir en stefni þó að því að skila ritgerð sem ég verð stolt af því þetta gildir jú 50% af lokaeinkunn. Eins gott að eitthvað verði varið í þetta.

Og Bobbý beibí er bara á leiðinni til Íslands...frábært!!!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?