Sunday, March 20, 2005

Óðir skákmenn

Er enginn nema ég kominn með leið á Fischer?

Hvernig stendur á því að hann fær svona rosalega umfjöllun og vekur svona mikla athygli Íslendinga. Já, hann spilar skák og já hann hefur komið til Íslands. Frábært. En afhverju þurfum við endilega að finna til einhverra tauga og finnast eins og við séum skuldbundin til að hleypa sturluðum manninum inn til landsins og með landvistarleyfi. Afhverju ætti mér ekki að vera sama hvort hann fari í fangelsi eða ekki? Vildi bara óska þess að það væri hægt að drífa í þessu svo ég geti hætt að sjá fréttir um hann og Sæmund á mbl.is. Vil ekki sjá trýnið á honum hérlendis!


Svo er bara að byrja páskafrí...spáið í það. Ekki það, nóg verður að gera í fríinu, lesa nokkrar bækur og skrifa ritgerðina góðu sem ég er alltaf á leiðinni að byrja á!!!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?