Wednesday, March 30, 2005
Ritstífla
Ég fæ mig ekki til að hefjast handa við þessa blessuðu ritgerð sem er fjandi slæmt þar sem henni þarf að skila eftir viku og hún telur tíu bls. Mér finnast allar heimildir sem ég les í tengslum við þetta alltof fræðimannalegar og hreinlega leiðinlegar og ég er farin að hallast að því að bókmenntafræðin sé eingöngu gerð til að drepa áhuga manns á bókmenntum með því að fara í það að kryfja þær niður í öreindir...hvar er ánægjan í því? Verð að taka þetta allt saman til algjörrar endurskoðunar... ! Pabbi hefur alltaf sagt þetta með mömmu, að þegar hún hafi byrjað í bókmenntafræðinni, þá hafi hann haft miklar áhyggjur af því að þetta myndi eyðileggja hana, að hún yrði óhæfur lesandi fyrir hann (til að skoða bækur til útgáfu) og ég áttaði mig aldrei á því hvað hann ætti við fyrr en ég settist inn í tíma í bókmenntafræðinni. Fyndið að þegar ég var í bústaðnum hjá mömmu og pabba leit við einn vinur þeirra sem þekkir mig frá því ég var lítil en við höfum ekki sést lengi. Þegar ég sagði honum að ég væri í bókmenntafræðinni sagði hann strax: "er nokkur ástæða til að vera að eyðileggja annars fyndna og skemmtilega manneskju á því..." og á eftir fylgdu setningar sem ekki er við hæfi að hafa hér um bókmenntafræði og fræðinga. En franskan er alltaf jafn skemmtileg, er í sérstaklega skemmtilegum sögukúrsi núna, Saga Frakklands á 20. öld og hann er mjög spennandi. Skoðum báðar heimstyrjaldirnar og svo ætlum við að skoða stríðið við Alsír.
Ég er komin með nýtt hár, ótrúlega fín, dökka litinn áfram og krullurnar mínar en splæstum smá rauðum strípum inn í þetta, svona í stíl við gleraugun til að peppa þetta aðeins upp...mjög ánægð með þetta.
Síðast en ekki síst ber þess að geta að ég og Arnar eigum fjögurra ára afmæli á laugardaginn kemur og kettirnir okkar, Breki og Rikki verða líka 4 ára. Ekki átti ég von á þessu þegar ég og Arnar byrjuðum saman en er ótrúlega ánægð með þennan áfanga og hlakka til þegar önnur fjögur hafa bæst við í safnið. Til að fagna verður keyrt að Rangá og gist þar á fínasta hóteli með heitum pottum og lúxus. Við ætlum að hafa með okkur picknick frá Yndisauka og kerti og verður þetta því sérstaklega rómantískt. Mikið hlakka ég til.
Ég er komin með nýtt hár, ótrúlega fín, dökka litinn áfram og krullurnar mínar en splæstum smá rauðum strípum inn í þetta, svona í stíl við gleraugun til að peppa þetta aðeins upp...mjög ánægð með þetta.
Síðast en ekki síst ber þess að geta að ég og Arnar eigum fjögurra ára afmæli á laugardaginn kemur og kettirnir okkar, Breki og Rikki verða líka 4 ára. Ekki átti ég von á þessu þegar ég og Arnar byrjuðum saman en er ótrúlega ánægð með þennan áfanga og hlakka til þegar önnur fjögur hafa bæst við í safnið. Til að fagna verður keyrt að Rangá og gist þar á fínasta hóteli með heitum pottum og lúxus. Við ætlum að hafa með okkur picknick frá Yndisauka og kerti og verður þetta því sérstaklega rómantískt. Mikið hlakka ég til.
Click Here