Monday, March 21, 2005

Þrjár góðar!

Átti góða kvikmyndahelgi. Fyrst horfði ég á "Meet the Fockers" sem er alveg jafn góð og "Meet the Parents". Við Arnar hlógum alveg rosalega yfir henni. Svo horfði ég á Paths of Glory, gamla Kubrick mynd um fyrri heimstyrjöldina og hún var mjög góð líka. Horfði meira á hana í svona sögulegu skyni en hún var mjög fín og fyndið að sjá Kirk Douglas leika, hann er með nákvæmlega sömu rödd og Michael Douglas, sonur sinn. Svo kórónaði ég þetta með því að horfa á eina alíslenska, Dís. Átti alltaf eftir að sjá hana. Hún kom bara skemmtilega á óvart. Auðvitað engin stórmynd en þegar maður fer af stað með minna en engar væntingar þá var þetta bara í heildina mjög fínt.

Þetta var sumsé bara mjög fínt, sjaldan sem ég held út heilar bíómyndir.

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?