Wednesday, March 02, 2005

Svitabað

Pabbi kallinn kom heim frá Washington frekar slappur og ég held barasta að hann hafi smitað mig því að ég er með hornös, tóman haus og svitakóf sem eru einmitt þrír uppáhaldshlutirnir mínir. Þetta er mjög illa tímasett, það verður að viðurkennast...ég er að fara í próf á morgun og próf á þriðjudaginn en vonandi getur kennarinn sýnt þessu skilning og leyft mér að taka prófið seinna eða skila auka verkefni.
Ég hef samt nóg að gera í veikindunum, er með tvær nýjar seríur ferskar frá USA sem pabbi kom með heim handa mér. Ég skammast mín ávallt jafn mikið fyrir smekk minn á sjónvarspefni og í þetta sinn er það sería 4 af Dawsons Creek og fyrsta sería af Felicity sem ég var algjörlega búin að gleyma og er algjör snilld.

Svo fyrir ykkur að vita...mig langar alveg ótrúlega að eignast My So Called Life á DVD eða VHS og eru eingöngu til notaðar spólur eða diskar á amazon þannig að ef ykkur langar til að færa mér fallega gjöf, þá er þetta málið. Bendi á að ég verð 25 ára á þessu ári og því ástæða til að gefa mér fallega gjöf!

Við ákváðum að framlengja ekki Parísarferðina heldur vera bara sama tíma og allir hinir. Ég er nánast búin að safna fyrir þeirri ferð í heild og því ætlum við að fara bara í einhverja helgarferð ef það kemur eitthvað spennandi tilboð seinna á þessu ári. Ég sé fyrir mér New York...hugsa að Arnar hafi séð eitthvað ódýrara fyrir sér eins og t.d. Köben en sjáum til hvað verður.

Comments:
köben er algjör snilld :)
mig langar aftur.........
 
Sif!! Stækkaðu þetta helvítis letur, það er ekki nokkur leið að lesa þetta...
 
Anna mín, las ég ekki á blogginu þínu að þú hafir verið að sækja gleraugun þín?
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?