Friday, March 11, 2005

Taugatitringur...

...er orð dagsins í dag. Er að fara að halda fyrsta fyrirlesturinn minn í langan langan tíma og það á frönsku... geri aðrir betur! Fyrirlesturinn er um það merkilega og skemmtilega land, Sénégal og ég held að ég sé ágætlega undirbúin, ég vona það allavegana. Búin að búa til stórt Powerpoint skjal með mörgum myndum af því að það er alltaf skemmtilegast.


Það er að verða svo fínt heima hjá okkur Arnari. Nú erum við búin að kaupa nýjar gardínur, þannig að þessar gráu ógeðslegu sem voru stífar af skít eru horfnar. Svo erum við búin að setja loftljós í stofuna. Ekki skil ég þessa pælingu sem var hjá ömmu hans með að hafa sama sem engin loftljós. Það voru aldrei loftljós í stofunni og svefnherberginu sem mér finnst undarlegt. En við höfum bætt úr því, komin loftljós á báða staði og voru þau keypt í þeirri ágætu búð Ikea. Þetta er ljósið sem er í svefnherberginu og þetta er ljósið sem er í stofunni. Stofunni hefur svo verið endurraðað eftir kúnstarinnar reglum og Phil Handsley ræður ríkjum. Hlutirnir hafa gerst mjög hægt hjá okkur en þeir gerast samt. Íbúðin fær alltaf meira og meira af okkar yfirbragði. En svo ekki sé gleymt að minnast á baðherbergið, þá er það ekki enn tilbúið en það eru bara litlir hlutir sem eru eftir. Það er búið að fara eina umferð yfir loftið og nú er verið að endurvinna borðplötuna eftir skandalinn sem smiðurinn skildi eftir sig. Sá maður var áhugaverður, kom frá Handlaginn og eyddi meiripartinn í að ræða í símann við öskrandi barn. Svo sagaði hann plötuna vitlaust og þurfti aðf ara og kaupa nýja plötu. Svo hefur hann hengt hana í vitlausa hæð, (sem eyðileggur þvottavélaplönin okkar) o.s.fr. En nú er sumsé verið að laga þetta allt saman. Upp er kominn klósettrúlluhaldari og handklæðahaldari og spegill þannig að nú er bara fjör. Næst á dagskrá er að taka svefnherbergið í gegn og endurhanna það sem og að mála þegar að fjárráð leyfa.

Svo er bara idol í kvöld, verð brjáluð ef Hildur Vala vinnur ekki.

En vissuð þið að það eru örfáar vikur eftir í kennslu...nett stressandi því ég er eftirá í öllu finnst mér. Þarf virkilega að herða mig, jafnvel að fara að byrja á þessari blessuðu bókmenntaritgerð minni.

Góða helgi

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?