Wednesday, April 20, 2005

Fordómar

Eftir því sem lengra líður geri ég mér betur og betur grein fyrir því að ég er fordómafull og hallast jafnvel að því að við séum það öll á einn eða annan máta. Hinsvegar kem ég mér sífellt opinberlega í vandræði með fordómum mínum og mínum stóra kjafti.

Sem dæmi má nefna það að ég þoli ekki þjóðverja. Það er engin sérstök ástæða, þeir bara fara í taugarnar á mér. Um leið og ég heyri þá tala, sérstaklega ef það er enska með þýskum hreim, þá fer um mig hrollur og ég kann samstundis illa við manneskjuna. Þetta álit mitt batnaði ekki meðan ég vann í Upplýsingamiðstöðinni. Nú gæti fólk spurt, en þekkirðu einhverja þjóðverja, og þá sérstaklega nógu vel til að dæma þá svona rosalega? Augljóslega er svarið nei, hvernig á ég að geta kynnst einhverjum þjóðverja nógu vel þegar að hann fer svona rosalega í taugarnar á mér? Ómögulegt!

Annað dæmi er fólk utan af landi og þá sérstaklega fólk frá Vestmannaeyjum. Ingi á frændfólk frá Vestmannaeyjum sem ég hitti á gelgjunni og það hafði varanleg áhrif á mig þannig að Eyjafólkið á ekki uppá pallborð hjá mér. Fólk utan af landi á alveg upp á pallborð hjá mér, en ég er alltaf með fyrirmótaðar hugmyndir um það og þegar það segir eitthvað sem passar ekki inní heimsmynd mína er ég fljót að segja (ýmist upphátt eða í hausnum á mér) "týpískt fólk úti á landi" (Drífa, ef þú lest þetta, ég elska þig mest og þú ert best og þetta á ekki við þig!!!) Þetta fólk er samt besta fólk, en ég fer ekki af því að það er ekki eins og ég, ekki að það sé verra, ég bara flokka það niður! Ég yfirleitt heillast af þessu fólki, finnst það hafa betra siðgæði en ég, betra vinnusiðferði og meiri heilindi! Og hananú!

Nýjasta nýtt eru Svíar. Nú hef ég dæmt þá alla pervertíska líberalista sem hafa enga stjórn á sér né hugmynd um hvað sé viðeigandi á hverjum tíma. Hópur svía í partýi varð þessu valdandi, þau voru öll á sveppum og ég sé svía í nýju ljósi!

Nú eru eflaust margir orðnir pirraðir á fordómum mínum. Ég biðst forláts á þeim. Ég skammast mín samt ekki fyrir þá því að ég fer ekki af því að allir séu haldnir einhverjum fordómum. Því ætla ég að koma fram í ljósið með þá, viðurkenna þá og hætta að vera feimin með þetta. Ég er nefninlega tvisvar á einni viku búin að lenda í því að vera að tjá mig eins og mér einni er lagið með hávaða og handapoti um fordóma mína og svo hef ég roðnað alveg niður í rassgat fyrir dónaskapinn í sjálfri mér en hér með er það búið! Lái mér hver sem vill!

Comments:
Hvaða hvaða, smá fordómar eru mjög eðlilegir og sjálf er ég morandi í þeim. Ég hataði t.d. Finna í nokkur ár en það er farið að dvína, og ekki er mér sérstaklega vel við Kínverja...á fremur erfitt með að ná tengingu við Asíubúa og ég meika ekki íslenska stráka í neinu rómantísku samhengi! Allir eru með fordóma og þannig er nú það. Hurru, mig vantar msnidentiyið þitt...
 
sif_j@hotmail.com er msnið mitt :)

Já, ég veit að allir eru með fordóma! Er bara alltaf að skammast mín fyrir mína!!!

Hlakka til að sjá þig á msninu!
 
Heyrðu ég er líka utan að landi, að vissu leyti. Og ekki nóg með það heldur er ég líka fordómafull, mér finnast t.d. Ísraelsmenn almennt leiðinlegir.
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?