Thursday, April 28, 2005

Hann á afmæli í dag!!

Hann Kristján Dagur uppáhalds og sætasti á afmæli í dag, 2 ára. Ýmislegt breyst síðan að hann fæddist, er t.d. með mynd af okkur úr skírninni hans og þar er ég ljóshærð. Ég hef nefninlega reglulega skipt um háraliti, svona eftir hughrifum og öðru og tók langt ljóshært tímabil. Það var ágætt þó að ég fíli mig betur dökkhærða ólíkt föður mínum sem er með Pamelu Anderson syndrom!

Afhverju býr fólk til skólabækur sem eru ekki myndskreyttar? Það er án efa það versta sem ég lendi í, að lesa bækur sem eru bara textar svart á hvítu....ég fyllist svo mikilli neikvæðni! Barnið í mér vill alltaf fá útskýringarmyndir til að lífga upp á þetta allt saman!

Annars vil ég nýta þetta tækifæri, í ljósi hinta sem Æskuvinkonan droppaði á heimasíðu sinni til sinns heittelskaða um hringa og annað fínerí..... til að minna hana á samninginn sem var gerður á sínum tíma og stendur sem fastast hvað mig varðar, bannað að gifta sig á undan hvor annarri, verður að gerast á sama tíma!!!! Þannig að hún verður að byrja á því að eiga við Arnar um þessi mál áður en eitthvað verður gert! Enn fremur set ég það hér í votta viðvist að hún lofaði að stelpan hennar yrði skírð eftir mér!!! Eitt stórt loforð bættist í hópinn, Denis lofaði að tattúrera nafnið mitt á sig ef ég finndi handa honum lífsförunaut svo að ef það eru einhverjir fallegir karlmenn á lausu sem lesa þetta blogg sem vilja kynnast ungum Fransmanni, sjarmerandi mjög, þá er best að hafa bara samband beint!

Og síðast en ekki síst, ef það hefur farið framhjá einhverjum: Ég er í próflestri og í augnablikinu er allt skemmtilegra en bækurnar mínar!

Comments:
Sælar:) Til lukku með Kristján Dag;) Vá bara 2ja..þú veist hvað það þýðir...þú ert að eldast:)Veit allt um hitt..afar þeirra voru bestu vinir það er bara ein flaska af J&D og þá er það komið:) Hvað með BIngó í kvöld kl 19:00??
 
Ertu að grínast með bingóið eða ertu alveg búin að tapa þér af allri þessari vinnu?

Líst vel á planið með flöskuna!
 
hurru....þú ert líka orðinn linkur hjá mér þarna:)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?