Tuesday, April 26, 2005

Úr fræðimönnunum í söguna

Hef í bili yfirgefið franska rithöfunda og fræðimenn til að setjast yfir sögu Frakklands frá 1870 - 1945. Sé eftir því að hafa ekki lagt meiri ástundun á sögu í menntaskóla þar sem hún er í reynd mjög skemmtileg! Hef því einstaklega gaman af því að fræðast um þessa kalla alla saman og líberalistana í Frakklandi þar sem hverja byltinguna rak af fætur annarri og sífellt skiptist á konungsveldi og lýðræði að ógleymdum stóru styrjöldunum tveimur og öllu sem því fylgdi!

Er orðin barnlaus að nýju sem er ákaflega ljúft þó að hann sé yndislegur og það hafi verið mjög gaman að hafa hann. Tengdó kom færandi hendi frá Ítalíu, hnullungs parmesanost, balsamico og ólífuolíu eins og gerist best ásamt einhverju gúmmulaðs paté og DUMLE karamellum til að narta í við lesturinn.

Kæruleysið allráðandi í dag, búin að horfa á nýja 24 þáttinn, nýjasta Survivor þáttinn og hálfa Fighting Temptations. Þess á milli las ég um "Semaine sanglante" og marga góða menn, þeirra á meðal Napóleon 3ji.

Núna er ég í fríi frá sögunni til að skoða uppruna frönskunnar og vildi að ég gæti sagt að svona tungumálastúdía heilli mig, en það getur ekki allt verið skemmtilegt!!!!


París, belle París, ég lifi fyrir þig þessa dagana, hlakka svo til....!

Comments:
Til hamingju með Kristján Dag ;)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?