Monday, May 02, 2005

Dugnaðurinn í einni!

Játs, ég er sko búin að vera geggjað dugleg, sitja við stífan lestur í Hlöðunni í allan dag, svo var Bónus tekið með trompi, keypt í matinn fyrir vikuna og svo farið eins og stormsveipur um íbúðina.

En já, þetta með vinkonu mína, þetta er ein af úglensku vinkonum mínum ef fólk hefur verið að spyrja sig og þrátt fyrir allt sem fólk hefur haldið, þá er það einmitt ekki Herborg sem er svo hamingjusöm með Daða sínum að ég held að hún sé ekkert að fara út úr skápnum. Ég er bara rosalega hamingjusöm fyrir hönd vinkonu minnar sem núna á möguleika á að finna alvöru ást og hugsanlega skilja sjálfa sig betur!

En að öðru máli, ég hélt ekki að það væri til illt fólk, fólk sem væri illt alveg inn að beini en þeirri kenningu hefur verið kollvarpað og nú veit ég allavegana um eina slíka manneskju. Sama hvernig það er hugsað, engin von um að í henni reynist góðmennskukorn. Mikil vonbrigði fyrir mannkynið!!!

En núna ætla ég að fara að borða matinn hjá kærastanum mínum og horfa á splunkunýjan family guy þátt sem var sýndur í gær í USA!

Comments:
en ef ég er ekki lessan.....er ég þá kannski illa manneskjan???;)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?