Saturday, June 18, 2005

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Átti yndislegan dag í gær!

Hitti mína yndislegu vinkonu Herborgu með stjúpdótturina og manninn á Vegamótum í gær. Þrátt fyrir stutt stopp var gaman að eyða tíma með þeim öllum saman, fá tækifæri til að mæla manninn aðeins út og svona. Veðrið var dásamlegt og algjör pottur þarna hjá Vegamótum.

Fór svo í brúðkaup í Fríkirkjunni sem lét mig endurskoða kirkjuval mitt ef ég myndi gifta mig. Presturinn var frábær. Hann var afslappaður, með húmor, hann klappaði og söng og sagði hluti sem skiptu máli. Athöfnin var síður en svo fullkomin sem setti frábæran afslappaðan kæruleysislegan blæ á þetta allt saman sem lifði í gegnum kvöldið og varð þess valdandi að fólk skemmti sér vel og var ekkert yfirborðskennt eins og verður gjarnan í athöfnum og veislum. Reiknaði brúðgumann heldur betur rangt út og hann hélt áfram að koma mér á óvart í gegnum kvöldið sem var alveg æðislegt. Elska það þegar fólk kemur mér á óvart. Veislan var hress, góður matur og garðpartý í frábæru veðri. Labbaði svo heim með ástinni minni í miðnætursólinni sem var toppurinn yfir iið á þessum góða degi. Sofnaði svo bara sátt og sæl með mitt þannig að ég vaknaði í dag aftur í sólskinsskapi.

Æjá, hvað maður er glaður og kátur í góðu veðri. Rúlluðum í Ikea og eyddum alltof miklum peningum en vonandi í góða hluti, það kemur í ljós. Svefnherbergið mun taka breytingum á komandi dögum, stefni á að létta þetta mikið til og gera voðalega kósý og þægilegt atmó þarna inni. Þið sjáið afraksturinn vonandi fljótlega!

Svo bara krossar maður fingur og vonar að veðrið haldi áfram að vera svona alyndislegt því næstu tvær helgar verða teknar úti á landi.

Í kvöld verður farið á Batman, sjá hvernig hann tekur sig út.

Og Tom Cruise aftur trúlofaður....uss uss.


Og enn eitt: Heyrði eitt sem mér fannst ágætt í brúðkaupinu. Gagnrýni á brúðkaup Loga og Svanhildar. Að þegar að menn skilja eftir sig sviðna jörð úr fyrra sambandi og draga á eftir sér barnaskara í gegnum allt húllumhæið sé ekki alveg við hæfi að vera að glenna þetta svona framan í fólk að maður sé ástfanginn aftur. Ef maður sé það þá eigi maður bara að gifta sig í kyrrþey af virðingu við fólkið sem maður skildi eftir með sárt ennið! Maður hvað ég er sammála þessu!

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?