Friday, June 03, 2005
Gotta love it
Kæru ungu sjálfstæðismenn!
Um leið og ég endursendi gjöf ykkar, bið ég ykkur um að færa hana Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, sem í borgarstjóratíð sinni lét reisa stærsta og dýrasta veitingahús norðan Alpafjalla, nefnilega Perluna í Öskjuhlíð, sem er þungur baggi á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Vandséð er hvers vegna sjálfstæðismenn létu orkufyrirtæki í eigu Reykvíkinga byggja þetta veitingahús.
Á hverju ári greiða Reykvíkingar síðan um 60 milljónir króna með rekstri Perlunnar og þegar stofnkostnaði er bætt við má segja, að þetta ævintýri sjálfstæðismanna hafi kostað borgarbúa um 4 milljarða króna.
Sem Stjórnarformaður Orkuveitunnar hef ég árangurslaust reynt að selja Perluna, en ekki fengið viðunandi tilboð, því miður.
Ég tel við hæfi, að ungir sjálfstæðismenn bjóði formanni sínum í Perluna einhvern góðan veðurdag og spili við hann Monopoly í hringekjunni í Öskjuhlíðinni.
Að lokum vil ég geta þess, að jörðin Úlfljótsvatn hefur engum arði skilað til þessa, en Orkuveitan hefur hins vegar haft kostnað af henni. Þetta er gömul arfleifð sjálfstæðismanna, sem verið er að bæta fyrir.
Virðingarfyllst,
Alfreð Þorsteinsson
Um leið og ég endursendi gjöf ykkar, bið ég ykkur um að færa hana Davíð Oddssyni formanni Sjálfstæðisflokksins, sem í borgarstjóratíð sinni lét reisa stærsta og dýrasta veitingahús norðan Alpafjalla, nefnilega Perluna í Öskjuhlíð, sem er þungur baggi á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur. Vandséð er hvers vegna sjálfstæðismenn létu orkufyrirtæki í eigu Reykvíkinga byggja þetta veitingahús.
Á hverju ári greiða Reykvíkingar síðan um 60 milljónir króna með rekstri Perlunnar og þegar stofnkostnaði er bætt við má segja, að þetta ævintýri sjálfstæðismanna hafi kostað borgarbúa um 4 milljarða króna.
Sem Stjórnarformaður Orkuveitunnar hef ég árangurslaust reynt að selja Perluna, en ekki fengið viðunandi tilboð, því miður.
Ég tel við hæfi, að ungir sjálfstæðismenn bjóði formanni sínum í Perluna einhvern góðan veðurdag og spili við hann Monopoly í hringekjunni í Öskjuhlíðinni.
Að lokum vil ég geta þess, að jörðin Úlfljótsvatn hefur engum arði skilað til þessa, en Orkuveitan hefur hins vegar haft kostnað af henni. Þetta er gömul arfleifð sjálfstæðismanna, sem verið er að bæta fyrir.
Virðingarfyllst,
Alfreð Þorsteinsson
Click Here