Thursday, June 23, 2005
Kiskis
Já, þrátt fyrir það hvað Arnar er frábær og yndislegur fylgir honum einn galli og það er þetta blessaða kattaofnæmi. Ég á svo erfitt með mig og oft veldur það honum óþægindum eins og núna þegar ég er búin að klappa Randakis alveg heilan helling og öll út í hárum. Ég bara get ekki hamið mig. Ég má ekki sjá kött, sama hvar í heiminum ég er stödd án þess að finna mig knúna til að klappa honum. Við í fjölskyldunni köllum þetta "kattagenið" en við erum öll með það og það kemur frá afa sem átti Heródes sem borðaði gjarnan með honum uppá borði, maður gat séð þá tvo borða af einum disk soðna ýsu. Notalegt hugsa ég, aðrir hugsa ef til vill "oj bara".
Gleymi því aldrei þegar Valdimar litli bróðir fæddist og í ljós kom að hann var með kattaofnæmi og mér var sagt að ég þyrfti að gefa frá mér annan köttinn minn og láta svæfa hinn. Ég held að ég hafi sagt upphátt það sem ég hugsaði sem var " Er ekki hægt að svæfa frekar Valdimar" Já...svona var þetta bara! Óttist eigi, ég er ekki að fara að láta svæfa Arnar...allavegana ekki ennþá.
En mér til huggunar og það sem ég held í er að í the US of A eru þeir búnir að einrækta kettlinga sem valda ekki ofnæmi. Það vantar í þá eitthvað sem er í öðrum köttum. Þeir munu koma á almennan markað innan skamms og munu þá kosta 100 þús krónur stykkið. Ég stefni á að næla mér í þannig kött, flytja hann inn og eiga hann alltaf. Jú það er kannski dýrt en sumir stunda golf, aðrir eiga hesta og enn aðrir eru tölvuáhugamenn og allt kostar þetta pening. Mitt áhugamál eru kettir!
En annars bendi ég á myndir á síðu Gallíu frá París, efst í horninu hægra megin. Þar getið þið séð myndirnar frá okkur Arnari.
Og demain er það bara Úlfljótsvatn. Frekar slöpp veðurspá fyrir helgina en við erum í bústað þannig að það ætti að sleppa.
Gleymi því aldrei þegar Valdimar litli bróðir fæddist og í ljós kom að hann var með kattaofnæmi og mér var sagt að ég þyrfti að gefa frá mér annan köttinn minn og láta svæfa hinn. Ég held að ég hafi sagt upphátt það sem ég hugsaði sem var " Er ekki hægt að svæfa frekar Valdimar" Já...svona var þetta bara! Óttist eigi, ég er ekki að fara að láta svæfa Arnar...allavegana ekki ennþá.
En mér til huggunar og það sem ég held í er að í the US of A eru þeir búnir að einrækta kettlinga sem valda ekki ofnæmi. Það vantar í þá eitthvað sem er í öðrum köttum. Þeir munu koma á almennan markað innan skamms og munu þá kosta 100 þús krónur stykkið. Ég stefni á að næla mér í þannig kött, flytja hann inn og eiga hann alltaf. Jú það er kannski dýrt en sumir stunda golf, aðrir eiga hesta og enn aðrir eru tölvuáhugamenn og allt kostar þetta pening. Mitt áhugamál eru kettir!
En annars bendi ég á myndir á síðu Gallíu frá París, efst í horninu hægra megin. Þar getið þið séð myndirnar frá okkur Arnari.
Og demain er það bara Úlfljótsvatn. Frekar slöpp veðurspá fyrir helgina en við erum í bústað þannig að það ætti að sleppa.
Comments:
<< Home
jæja, nú ertu farin með arnari á úlfljótsvatn, vona að það rigni bara pínulítið á ykkur.
góða ferð, mamma
góða ferð, mamma
já...þú ert bara farin..ég vona að það verði gott veður og það verði gaman hjá ykkur....líst vel á að þú fáir þér kisu frá US of A...þú verður..þetta er nauðsynjlegur fylgihlutur fyrir þig ;)
Post a Comment
<< Home
Click Here