Monday, June 13, 2005
Ökuníðingar.is
Veit ekki hvað gerist á sunnudögum en það er eins og margir gleymi ökukennslu sem þeir hlutu fyrir mismunandi löngum tíma. Við vorum aðeins að þvælast í bílnum í gær og það var alltaf verið að svína á okkur. Svo fórum við í bíó og þegar við vorum að fara af bílastæðinu í Smáralind reyndi einhver naggur á svörtum sportbíl að troða sér fyrir framan okkur og Arnar hleypti honum ekki. Gaurinn sendi okkur fokkmerki og tróð sér svo þannig að við fórum næstum því á hann fyrir framan okkur. Úff hvað ég var reið.
Myndin sem við sáum var hinsvegar fín. Fórum á Mr and Mrs Smith og þau voru bara alveg ágæt greyin. Mr fangaði auga mitt þó meira og ég á erfitt með að átta mig á því hvað fólk sér við Mrs því hún er með svo stóran haus og það er allt ofvaxið í andlitinu á henni....hún minnir mig svolítið á svona lélega eftirhermu af Barbie dúkku. Það var alveg stappað í bíóinu en aldrei þessu vant svaraði enginn í símann í kringum mig þannig að við vorum bara ánægð með ferðina í heild sinni. Kíktum meira að segja fyrst á Pizza Hut og þar var bara þessi fína pizza sem kostaði þó heldur mikið fyrir minn smekk.
Veislugenið lét standa á sér um helgina í afmælisveislu hjá tengdó...ég er hryllileg í svona veislumálum. Á ofboðslega erfitt með að þola svona veislur þar sem margir sem þekkjast lítið mætast. Fyndið af því að mér finnst minna mál að fara í partý.
Parísarpartýið gerði stormandi lukku. Gerard og ég ræddum Túnismálin og ætlum að setjast almennilega yfir það í haust og byrja að safna og svoleiðis þá. Hann fékk rosalega flott myndaalbúm frá okkur og var alveg ótrúlega ánægður með það, klökknaði alveg greyið.
Sumsé, helgin fín og stutt vinnuvika framundan og geggjað veður úti!
Myndin sem við sáum var hinsvegar fín. Fórum á Mr and Mrs Smith og þau voru bara alveg ágæt greyin. Mr fangaði auga mitt þó meira og ég á erfitt með að átta mig á því hvað fólk sér við Mrs því hún er með svo stóran haus og það er allt ofvaxið í andlitinu á henni....hún minnir mig svolítið á svona lélega eftirhermu af Barbie dúkku. Það var alveg stappað í bíóinu en aldrei þessu vant svaraði enginn í símann í kringum mig þannig að við vorum bara ánægð með ferðina í heild sinni. Kíktum meira að segja fyrst á Pizza Hut og þar var bara þessi fína pizza sem kostaði þó heldur mikið fyrir minn smekk.
Veislugenið lét standa á sér um helgina í afmælisveislu hjá tengdó...ég er hryllileg í svona veislumálum. Á ofboðslega erfitt með að þola svona veislur þar sem margir sem þekkjast lítið mætast. Fyndið af því að mér finnst minna mál að fara í partý.
Parísarpartýið gerði stormandi lukku. Gerard og ég ræddum Túnismálin og ætlum að setjast almennilega yfir það í haust og byrja að safna og svoleiðis þá. Hann fékk rosalega flott myndaalbúm frá okkur og var alveg ótrúlega ánægður með það, klökknaði alveg greyið.
Sumsé, helgin fín og stutt vinnuvika framundan og geggjað veður úti!
Click Here