Wednesday, June 15, 2005

Mmm...kirsuber

Bónus auglýsti kirstuber í dag og mín alveg æst brunaði í hádeginu og keypti ber. Vildi ekki kaupa of mikið ef þau skildu vera vond en nagaði mig í handarbökin eftir það þegar að ég bragðaði þau. Kirsuber eru eiginlega uppáhalds ávöxturinn minn ef maður má segja það um ber, já og melónur líka. Nema hvað...sneri aftur í Bónus eftir vinnu og ætlaði mér að fjárfesta í gommu af berjum en þá var ekki eitt stakt ber eftir í allri búðinni. Þannig að ég er frekar svekkt og vona bara að þeir endurtaki leikinn.

Í gær tók ég svo við Gallíu og stefni á heimsyfirráð með henni. Við ræddum mikið um það á föstudaginn að skrá okkur í kauphöllina og kaupa svo hús á 100% lánum og svona. Hvað ætli sé gert ef svona apparat fari á hausinn? Þetta var ein af mörgum pælingum sem kviknuðu hérna á föstudaginn í Parísarpartýinu. Þar kom líka í ljós að sennilega hefur eitt par orðið til í París en við bíðum samt spennt og sjáum til hver framvindan verður í þeim efnum.

Mmmm...ég fór og náði í Takeaway hjá Vegamótum sem er algjör snilld. Þeir eru með allan matseðilinn sinn í takeaway þannig að ég náði í tvö Ceasar salöt og fór með niður í vinnu til Arnars....mér finnst þetta frábært framtak...hver veit nema að maður nái sér í Brönch einhvern daginn í þynkunni?

Annars eru bara almennar lífsgleðipælingar í gangi...hvar í France maður á að vera í Erasmus, hvernig maður geti borgað niður allar skuldirnar sínar og lært að fara með pening og svona. Ég nefninlega fékk engin peningagen frá foreldrum mínum. Bræður mínir eru hinsvegar ótrúlega séðir með peninga enda kalla ég þá gjarnan nirfla en dáist svo að þeim í laumi. Ég hinsvegar get ekki átt pening, hef aldrei getað safnað pening eða lagt til hliðar né nokkuð. Eru til nálastungur eða dáleiðslur gegn þessu?

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?