Thursday, June 02, 2005

Í sólinni

Vá hvað veðrið er geggjað, þetta er algjör snilld. Vona að það haldist um helgina líka, ætla að fara í bústaðinn og hafa það notalegt, fara í göngutúr og kannski bíltúr um svæðið eða eitthvað sniðugt. Lesa kannski eina bók eða tvær. Sjáum til.

Og þá eru allir frakkarnir farnir...strax farin að sakna þeirra...það verður líka skrítið að tala ekki lengur frönsku á hverjum degi...vona að ég ryðgi ekki mikið yfir sumarið.


Vinnan er frábær, er komin með helling af spennandi verkefnum og sýnist ég bara vera á fullu í sumar. Ætla allavegana ekkert að slappa af. Stefni á að eyða ekki meiri tíma í bænum heldur en ég þarf, ætla bara að bruna út úr bænum eins oft og ég get. Nú þegar er skipulögð útilega 1. helgina í júlí, þá á að bruna í Árnes með Gallíu og öllum öðrum sem hafa áhuga. Svo er pantaður bústaður eina helgi í júlí á Snæfellsnesi en svo er spurning hvað annað muni gerast. Öll tilboð vel þegin ef þau fela í sér að fara út á land, sérstaklega ef fólk er með bústað.

Jæja vinna meira, bulla minna.

Comments: Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?