Friday, June 10, 2005

Sumarið er tíminn

Jahá, sumarið er bara að verða þéttsetið hinum skemmtilegust atburðum og ferðum. Þessi helgi er helguð Parísarfarapartýi hjá mér og svo stórveislu hjá tengdó.
Næsta helgi er svo brúðkaup og gleði. Síðasta helgin í júní er bústaður á Úlfljótsvatni og fyrstu helgina í júlí er útilega í árnes. Í júlí er stefnan tekin eina helgi á Snæfellsnes í bústað þar, verslunarmannahelgin verður tekin á Akureyri í íbúð frá VR og svo er bústaður á Flúðum undir lok ágúst bókaður líka. Svo langar mig að kíkja í Skaftafell eina helgi og ekki væri verra að komast í heimsókn til hennar Sóleyjar minnar sem valdi sér þó stað ansi langt í burtu til að eyða sumrinu á. Henni er þó boðið að heimsækja á Akureyri um Versló ef það heillar.

Svo tókum við ákvörðun um að fara aftur til Parísar á þessu ári, í byrjun október og heimsækja hana Gaelle mína. Hún á íbúð við Montmartre og er tilbúin að leyfa okkur að gista og við fengum engan vegin nóg af París núna síðast. Svo verðum við bæði 25 ára á þessu ári og stefnum á að vera úti þegar ég verð 25! Jibbí jei. Þá ætla ég bókað að heimsækja Versali og fara svo á Picasso safnið.

Annars er lífið ljúft...hjólaði heim í gær og er með harðsperrur í óæðri endanum sem er alltaf hressandi. Þetta var hin besta líkamsrækt og hjólið mitt er frábært. Nóg af verkefnum í vinnunni sem eru öll frekar spennandi þannig að ég stefni bara á að taka sumarið með trompi og taka jafnvel svefnherbergið í gegn í sumar. Baðherbergið orðið svaka fínt og svefnherbergið er alltaf búið að pirra mig þannig að úr því verður bætt!

Segi annars bara góða helgi! Best að fara aftur að vinna.

Og já, Silvía Nótt vinkona mín er algjör snilli, mæli með henni á S1 í sumar.

Comments:
fann þessa síðu, veit ekki hvernig hún datt inn hjá mér
:) gaman að lesa blogg
mamma tölvusnilli
 
hæhó - bíddu nú við, ég sá hvergi Borgarfjörð eystri inná þessu plani!!! sko bara að láta vita þá er þetta náttúruperla og möst see staður ;)
 
Post a Comment

<< Home

Click Here

This page is powered by Blogger. Isn't yours?